„Jón Þorsteinsson (prestur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
'''Jón Þorsteinsson''', píslarvottur, 1607 til 1627. Foreldrar: Þorsteinn Sighvatsson í Höfn í Melasveit og kona hans Ásta Eiríksdóttir prests í Reykholti Jónssonar. Séra Jón vígðist að Húsafelli í Borgarfirði 1598, fékk Torfastaði 1601 og Kirkjubæ 1607. Var hann gáfumaður mikill og nafnkunnugt sálmaskáld. Var hann drepinn af Tyrkjum er þeir rændu Vestmannaeyjar árið 1627. Kona hans var Margrét Jónsdóttir Hæli í Flókadal, Péturssonar. Var hún hertekin í Tyrkjaráninu ásamt tveimur börnum þeirra og flutt til Alsír. Kom hún ekki aftur til landsins.
'''Jón Þorsteinsson''' er án efa frægasti sóknarprestur í [[Kirkjubær|Kirkjubæjarsókn]] fyrr eða síðar. Hann fæddist árið 1607 og var sonur Þorsteins Sighvatssonar í Höfn í Melasveit og konu hans Ástu Eiríksdóttur, en hún var dóttir Eiríks Jónssonar, prests í Reykholti.
 
Jón var vígður til prests að Húsafelli í Borgarfirði árið 1598, og fluttist á Torfastaði 1601 og svo að Kirkjubæ 1607. Hann var álitið mikið gáfumenni, og samdi hann meðal annars marga sálma.
 
Andlát Jóns var líklega sá atburður sem veitti honum hve mesta frægð. Hann dó þann 6. júlí 1927, þegar að hann var hálshöggvinn af sjóræningja frá Alsír, í [[Tyrkjaránið|Tyrkjaráninu]]. Hann hefur upp frá því verið kallaður '''Jón Píslarvottur'''.
 
Jón og fjölskylda hans fóru í felur í [[Rauðahellir|Rauðahelli]], hjá [[Urðar|Urðum]] þegar að þeir fréttu af komu Tyrkjanna til Vestmannaeyja. Sjóræningjarnir sáu til þeirra þegar að einn manna Jóns leit út til þess að svipast eftir mannaferðum, og tóku þeir fjölskylduna fanga eftir að hafa hálshöggvið Jón. Kona hans, [[Margrét Jónsdóttir]] (dóttir Jóns Péturssonar frá Hæli í Flókadal), var hertekin í Tyrkjaráninu ásamt tveimur börnum þeirra og flutt til Alsír. Kom hún aldrei aftur til Íslands.
 


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 14. júlí 2005 kl. 11:49

Jón Þorsteinsson er án efa frægasti sóknarprestur í Kirkjubæjarsókn fyrr eða síðar. Hann fæddist árið 1607 og var sonur Þorsteins Sighvatssonar í Höfn í Melasveit og konu hans Ástu Eiríksdóttur, en hún var dóttir Eiríks Jónssonar, prests í Reykholti.

Jón var vígður til prests að Húsafelli í Borgarfirði árið 1598, og fluttist á Torfastaði 1601 og svo að Kirkjubæ 1607. Hann var álitið mikið gáfumenni, og samdi hann meðal annars marga sálma.

Andlát Jóns var líklega sá atburður sem veitti honum hve mesta frægð. Hann dó þann 6. júlí 1927, þegar að hann var hálshöggvinn af sjóræningja frá Alsír, í Tyrkjaráninu. Hann hefur upp frá því verið kallaður Jón Píslarvottur.

Jón og fjölskylda hans fóru í felur í Rauðahelli, hjá Urðum þegar að þeir fréttu af komu Tyrkjanna til Vestmannaeyja. Sjóræningjarnir sáu til þeirra þegar að einn manna Jóns leit út til þess að svipast eftir mannaferðum, og tóku þeir fjölskylduna fanga eftir að hafa hálshöggvið Jón. Kona hans, Margrét Jónsdóttir (dóttir Jóns Péturssonar frá Hæli í Flókadal), var hertekin í Tyrkjaráninu ásamt tveimur börnum þeirra og flutt til Alsír. Kom hún aldrei aftur til Íslands.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.