Jón Þorsteinsson (prestur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir aðra sem hafa borið nafnið „Jón Þorsteinsson


Legsteinn Jóns, endurreistur á hrauninu eftir gos.

Jón Þorsteinsson er án efa frægasti sóknarprestur í Kirkjubæjarsókn fyrr og síðar. Hann fæddist um 1570 og var sonur Þorsteins Sighvatssonar í Höfn í Melasveit og konu hans Ástu Eiríksdóttur, en hún var dóttir Eiríks Jónssonar, prests í Reykholti.

Jón var vígður til prests að Húsafelli í Borgarfirði árið 1598, og fluttist á Torfastaði 1601 og síðan að Kirkjubæ 1607. Hann var álitið mikið gáfumenni, og samdi meðal annars marga sálma.

Andlát Jóns var líklega sá atburður sem veitti honum hve mesta frægð. Hann dó þann 18. júlí 1627, þegar hann var hálshöggvinn af sjóræningja frá Alsír, í Tyrkjaráninu. Hann hefur upp frá því verið kallaður Jón Píslarvottur.

Jón og fjölskylda hans fór í felur í Rauðahelli, hjá Urðum þegar þeir fréttu af komu Tyrkjanna til Vestmannaeyja. Sjóræningjarnir sáu til þeirra þegar einn manna Jóns leit út til að svipast eftir mannaferðum, og tóku þeir fjölskylduna til fanga eftir að hafa hálshöggvið Jón. Kona hans, Margrét Jónsdóttir (dóttir Jóns Péturssonar frá Hæli í Flókadal), var hertekin í Tyrkjaráninu ásamt tveimur börnum þeirra og flutt til Alsír. Hún kom aldrei aftur til Íslands.
Sjá grein um séra Jón, skáldskap hans og líf í: Blik 1965/Séra Jón Þorsteinsson, prestur að Kirkjubæ, fyrri hluti og Blik 1965/Séra Jón Þorsteinsson, prestur að Kirkjubæ, síðari hluti.



Heimildir

  • Guðlaugur Gíslason: Eyjar gegnum aldirnar. Frásagnir af mannlífi og atburðum í Vestmannaeyjum frá gamalli tíð og nýrri. Reykjavík, 1982.