„Blik“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
* [[Blik 1953]]
* [[Blik 1953]]
* [[Blik 1954]]
* [[Blik 1954]]
* [[Blik 1959]]
* [[Blik 1960]]
* [[Blik 1960]]
* [[Blik 1961]]
* [[Blik 1961]]

Útgáfa síðunnar 14. febrúar 2010 kl. 18:26

Blik var blað málfundafélags Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Það var fyrst gefið út árið 1936 og hélt útgáfa þess áfram með stuttum hléum, stundum annað hvert ár, en á stundum árlega til ársins 1980.

Athafnamaðurinn og skólastjóri Gagnfræðaskólans, Þorsteinn Víglundsson, var stofnandi þess og ritstjóri og urðu árgangarnir alls 34 á 45 árum. Hann lét af störfum sem skólastjóri árið 1963 og þar eftir tók hann að mestu við skrifunum í Blik og nefndist þá ritið ársrit Vestmannaeyja. Þorsteinn var kosinn, einróma af bæjarstjórninni, heiðursborgari í Vestmannaeyjum árið 1978 fyrir framlag sitt til menningarmála.

Greinar

Greinar í Bliki voru um menningarmál af fjölbreyttum toga, en endurspegluðu þó áhugamál Þorsteins vel, og í fyrstu tölublöðunum fékk Þorsteinn góða aðstoð frá nemendum sínum með skriftir. Greinarnar fjölluðu m.a. um einstaklinga, merka atburði, daglegt líf, atvinnumál, sögu, safnamál, spaug og spé, bindindismál og efnisyfirlit byggðasafnsmuna.

Blik á Heimaslóð