Spjall:Blik

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Leiðarvísir að innsetningu á Heimaslóð

Inngangur

Sumarið 2007 var hafist handa við að setja inn Blik, ársrit Vestmannaeyja, inn á Heimaslóð. Ljóst var að mikið verk var fyrir höndum og varð það raunin. Blik kom fyrst út árið 1936 og síðast 1980. Við settum inn tvo heila árganga, 1967 og 1980, og hluta af 1969. Með 2-3 á fullu tók það um tvær vikur að setja inn einn árgang. Hér mun ég fara yfir smá af minni reynslu við innsetningu á Bliki.

Skönnun

Daði Júlíusson vann við skönnun Bliks og get ég ekki sagt mikið um skönnunarferlið. Klippt var á Blikið í prentsmiðjunni Eyrúnu. Svo var það skannað inn í skjalaskanna. Forriið Omnipage var notað til að lesa skannið inn og því síðan breytt í Word-skjöl. Síða þurfti einnig að skanna inn aftur þær blaðsíður sem innihalda myndir, lagfæra þær síðan á ýmsan hátt í forritinu Gimp og þá tók innsetningarferlið við.

Innsetning

Fyrst þarf að búa til nýja síður undir [[Blik]] og sett þar í listann *[[Blik 19xx]]. Þar þarf svo að búa til Efnisyfirlit og búa til greinarnar. Greinarnar í Efnisyfirlitinu eru á þessu formi: [[Blik 19xx/Heiti greinar]]. Í Efnisyfirlitinu er „Blik 19xx“ falið með því að gera [[Blik 19xx/Heiti greinar|Heiti greinar]].

Greinar á Heimaslóð verða ekki stærri en um 32.000 bæt, það eru um 35.000 stafabil. Því þarf að skipta lengri greinum niður í hluta. Það er gert með því að gera [[Blik 19xx/Heiti greinar II. hluti]] o.s.frv. „II. hluti“ er svo bara birt, [[Blik 19xx/Heiti greinar II. hluti|II. hluti]] og með bandstrikum á milli.
Sumar greinar eru alveg upp í sjö hluta og verður bara að hafa það. Uppfærsla á Heimaslóð mun auðvelda flakk á milli hluta.

Þetta er mikil copy-paste vinna og fer það eftir því hvernig forritið les úr skönnuninni, hvort það verði auðvelt að afrita textann og nota. Þegar textinn er settur inn á Heimaslóð þarf að setja tengla, greinarskil, fyrirsagnir og leturáherslur.

Myndir

Myndir þarf að búa til og setja inn á Heimaslóð sér. Heiti myndanna er „Blik 19xx 23.jpg“.

Ef fleiri en ein mynd er á blaðsíðu þá er númerum bætt við. T.d. Blik 1969 123 1.jpg og Blik 1969 123 2.jpg

Myndatexti er hafður með myndunum og er oft hægt að afrita hann úr Blik-skjölunum. Stundum er hann á hlið og þarf því að skrifa inn handvirkt. Ef að myndatextinn er mjög langur þá passar ekki að hafa hann í greininni. Hægt er að skrifa smá lýsingu og svo benda á að klikka á myndina. T.d. „Húsið sem Jón bjó í. Smellið á myndina til að sjá ítarlegri lýsingu.“ Allt í lagi er að hafa textann ef hann er bara nokkrar línur, ágætis viðmið er undir 10 línum.

Stærð myndanna fer eftir stærð greinarinnar. Ef greinin er löng og með margar greinar er betra að hafa myndirnar minni (200-250px). Ef greinin er stutt og bara ein-tvær myndir þá er allt í lagi að hafa um 300px.