„Blik 1967/Kvæði, Magnús Jakobsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Changed protection level for "Blik 1967/Kvæði Magnús Jakobsson" [edit=autoconfirmed:move=autoconfirmed])
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
==Fjögur  ljóð==
==Fjögur  ljóð==


Þessi fjögur ljóð hefur hinn góðkunni samborgari okkar hér, Magnús Jakobsson í Skuld, gefið Bliki til birtingar. Kunnum við honum beztu þakkir fyrir.
Þessi fjögur ljóð hefur hinn góðkunni samborgari okkar hér, Magnús Jakobsson í [[Skuld]], gefið Bliki til birtingar. Kunnum við honum beztu þakkir fyrir.
[[Mynd:Blik 1967 274.jpg|thumb|300px|[[Magnús Jakobsson]]]]
[[Mynd:Blik 1967 274.jpg|thumb|300px|''[[Magnús Jakobsson]]'']]


=== ÚR LJÓDABRÉFI: KVÖLDVAKANA í GAMLA DAGA ===  
=== ÚR LJÓDABRÉFI: KVÖLDVAKANA í GAMLA DAGA ===  
Lína 73: Lína 73:
:''að hverfur vart úr minni.  
:''að hverfur vart úr minni.  
:''þar inni sátu öldruð hjón  
:''þar inni sátu öldruð hjón  
:''með ylrík bros á hvömum.  
:''með ylrík bros á hvörmum.  
:''Þau léku sér við lítinn svein,
:''Þau léku sér við lítinn svein,
:''er lá í þeirra örmum.
:''er lá í þeirra örmum.
Lína 83: Lína 83:
:''Og blómin einnig benti´´ún á,
:''Og blómin einnig benti´´ún á,
:''sem breiddu sig mót sólu   
:''sem breiddu sig mót sólu   
:''með ljúfan iim í litadýrð
:''með ljúfan ilm í litadýrð
:''og líf sitt henni fólu.
:''og líf sitt henni fólu.


Lína 105: Lína 105:


=== Skrifað á mynd af hinum kunnu klettum norðan hafnar í Vestmannaeyjum. ===
=== Skrifað á mynd af hinum kunnu klettum norðan hafnar í Vestmannaeyjum. ===
[[Mynd:Blik 1967 275.jpg|thumb|400px|Heimaklettur, Miðklettur, Yztiklettur]]
[[Mynd:Blik 1967 275.jpg|thumb|400px|''Heimaklettur, Miðklettur, Yztiklettur'']]
:''A sólríkum sumardegi  
:''A sólríkum sumardegi  
:''sérðu hér kletta þrjá:  
:''sérðu hér kletta þrjá:  
Lína 111: Lína 111:
:''alla þekkirðu þá.  
:''alla þekkirðu þá.  
:''Úr hafinu rísa þeir hreinir,  
:''Úr hafinu rísa þeir hreinir,  
:''höfninni veita skjól, b
:''höfninni veita skjól,  
:''ænum blasa á móti,  
:''bænum blasa á móti,  
:''baðaðir lífi og sól.
:''baðaðir lífi og sól.
---
---
:''Yndi þeir eru allra, -  
:''Yndi þeir eru allra, -  
:''allra í þessari byggð. -  
:''allra í þessari byggð. -  
:''Og fjöllin blessuð að  
:''Og fjöllin blessuð að baki
:''baki blámóðu fagurskyggð.
:''blámóðu fagurskyggð.


M. J.
M. J.


{{Blik}}
{{Blik}}

Útgáfa síðunnar 6. september 2008 kl. 16:39

Fjögur ljóð

Þessi fjögur ljóð hefur hinn góðkunni samborgari okkar hér, Magnús Jakobsson í Skuld, gefið Bliki til birtingar. Kunnum við honum beztu þakkir fyrir.

Magnús Jakobsson

ÚR LJÓDABRÉFI: KVÖLDVAKANA í GAMLA DAGA

Vakan fyrrum saman-sett
sálræn hafði völdin.
Stakan gerði lífið létt
löngu vetrarkvöldin.
---
Þér í stöku sendi ég, sjá,
sanna vöku liðins dags,
margir bökin beygðu þá
við bis und töku sögu og brags.
Þá var tendrað lítið ljós
lampa á, og þótti gott,
borin kola í búr og fjós
með bræðing eða lýsisvott.
Þá var spunnið, þá var kembt,
þá var tvinnað snældu á,
heimiiið allt í stemmning stefnt
stærðar þáttur ríman þá.
Þá var prjónað, þá var bætt,
þá var rökuð gæra mörg,
ullin sundur teygð og tætt,
troðin voð, er þótti körg.
Sögð var einnig saga þá
af sögumanni, er kunni á skil,
en þegar í garð fór hátíð há,
höfð voru til gamans spil.


SKAFTFELLSKA BJARTA BYGGD

Skaftfellska, bjarta byggð,
báran þig við
öræfi' og freðafjöll
fast móta svið.
Mér er þín myndin kær,
minning þín skír og hlý.
Minn stendur bernskubær
byggð þinni í.
Skaftfellska, bjarta byggð,
börnin þín öll
blessa hvert blómstur þitt,
byggð þína og fjöll, -
finna við fjöllin þín
friðsælan, kæran reit.
Skaftfellska, bjarta byggð,
blessaða sveit.

DÍSIN

Sem drengur átti ég draumaland
og dís svo yndisbjarta,
að enga hefi ég aðra séð
sem altók svo mitt hjarta.
Hún dró mig inn í dýrðarheim
og dýrstu sýndi myndir.
Þær veittu mér þann muna og mátt,
sem mestu svalalindir.
Hún leiddi mig að litlum bæ,
þar ljósin brunnu inni,
og allt svo bjart og hlýtt og hreint,
að hverfur vart úr minni.
þar inni sátu öldruð hjón
með ylrík bros á hvörmum.
Þau léku sér við lítinn svein,
er lá í þeirra örmum.
Og sjá, hún einnig sýndi mér
silfurtæra lækinn,
er leið þarna með léttum nið
á leið til hafs, - framsækinn.
Og blómin einnig benti´´ún á,
sem breiddu sig mót sólu
með ljúfan ilm í litadýrð
og líf sitt henni fólu.
Og upp hún leiddi einnig mig
á einhvern tindinn hæsta
og sýndi mér um sjónarhring, -
já, sjálfa veröld glæsta.
En einnig lét mig líta þá
í lægstu dældir niður,
þar lífið allt á iði var
og ekki nokkur friður.
Svo lyfti´´ún örmum, leið mér frá
í ljósan, bláan geiminn,
en eftir mændu augu mín. -
Eg aldrei verð svo gleyminn
að muna ei þann dýrðardraum
og draummynd hennar bjarta,
sem áður fyrri altók mig
með alsælu í hjarta.

Skrifað á mynd af hinum kunnu klettum norðan hafnar í Vestmannaeyjum.

Heimaklettur, Miðklettur, Yztiklettur
A sólríkum sumardegi
sérðu hér kletta þrjá:
Heimaklett, Mið- og Yzta-,
alla þekkirðu þá.
Úr hafinu rísa þeir hreinir,
höfninni veita skjól,
bænum blasa á móti,
baðaðir lífi og sól.

---

Yndi þeir eru allra, -
allra í þessari byggð. -
Og fjöllin blessuð að baki
blámóðu fagurskyggð.

M. J.