„Hnísa“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
{{Spendýr}} | |||
*'''Lengd:''' 1,5–2 metrar. | *'''Lengd:''' 1,5–2 metrar. | ||
*'''Þyngd:''' 55–70 kíló. | *'''Þyngd:''' 55–70 kíló. |
Núverandi breyting frá og með 1. ágúst 2007 kl. 08:30
Landdýr |
---|
Sjávarspendýr |
- Lengd: 1,5–2 metrar.
- Þyngd: 55–70 kíló.
- Alheimsstofnstærð: Óþekkt .
- Lífslíkur: Um 30 ár.
- Fæða: Helsta fæða þessara hvala eru ýmsir smáfiskar, síli, loðna og síld. Þær reyna stundum að næla sér í fisk sem fastur er í netum og gjalda oft fyrir það með lífi sínu. Talsvert er um það að hnísur festist í veiðarfærum og drepist.
Hnísa er minnsta hvalategundin hér við land en þó afar algeng. Stofninn er líklega um 25–27 þúsund dýr. Hnísur fara oft saman í hópum þó svo að stundum megi rekast á stök dýr. Hnísur er helst að finna inni á fjörðum og flóum enda kunna þær best við sig á grunnsævi. Hnísur eru tannhvalir eins og höfrungar en tilheyra sérstakri ættkvísl.
Erfitt er að koma auga á þessi smáhveli. Oft sést litlum bakugga bregða fyrir örskotsstund en svo tekur hnísan á rás og er horfin eins og hendi sé veifað. Í hvalaskoðunarferðum er algengt að sjá hnísuhópa fara með bægslagangi. Þær forðast yfirleitt skip og báta þótt stundum nálgist þær hvalaskoðunarbáta með litlu afkvæmin sín.
Heimildir
- www.nordursigling.is