„1973 Allir í bátana/Frásagnir, greinar og viðtöl tengd Heimaeyjargosinu/Eldgosið braust út á skammri stund“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(tengill á https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-22-nottin-thegar-jordin-rifnadi-og-thusundir-logdu-a-flotta)
Lína 26: Lína 26:




* [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-22-nottin-thegar-jordin-rifnadi-og-thusundir-logdu-a-flotta| Vísað er í þessa frásögn í umfjöllun RÚV -Nóttin þegar jörðin rifnaði og þúsundir lögðu á flótta. 22. janúar 2023.]
* [https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-01-22-nottin-thegar-jordin-rifnadi-og-thusundir-logdu-a-flotta | Vísað er í þessa frásögn í umfjöllun RÚV -Nóttin þegar jörðin rifnaði og þúsundir lögðu á flótta. 22. janúar 2023.]





Útgáfa síðunnar 15. nóvember 2025 kl. 14:09

Eldgosið braust út á skammri stund

Hjónin Kristján Kristófersson og Þóra Valdimarsdóttir bjuggu á Kirkjubóli sem var í Kirkjubæjarhverfinu. Þau urðu vitni að upphafi eldgossins.

Þóra segir svo frá:

,,Ég var háttuð, en ekki sofnuð, seint um kvöldið. Ég vissi ekki hvað klukkan var. Þá verð ég allt i einu vör við ansi mikinn kipp, jarðskjálftakipp. Ég hentist fram úr rúminu og kveikti 1jósið og lít á klukkuna. Þá er klukkan tíu mínútur gengin í tvö. Það var mitt fyrsta verk að fara niður í kjallara til að vita hvort þetta sé í ,,fýrnum", af því að alltaf er maður hræddur um miðstöðina. En þegar ég ætla að opna eldhúshurðina, sem liggur að stiganum niður í kjallara, Þá finn ég strax, að eitthvað er að. Hurðin er orðin skekkt í og ég má taka fast á til að geta opnað hurðina. Þá bregður mér svolítið. Ég fór samt niður stigann og sé, að allt er í lagi með miðstöðina, og fer upp. En mér líkar ekki þessi titringur í ofnunum. Það er þessi eilífi nötringur og einkennilegheit í ,,fýrnum" og ég fer niður aftur". ,,Þá vakna ég" - segir Kristján.

Allt þetta gerizt á örstuttum tíma, næstum í sömu andránni. ,,Og ég fer niður", heldur Kristján áfram ,,og athuga með miðstöðina. Ég heyrði nú eitthvað undarlegt hljóð sem ég kannaðist ekki við. Mér fannst hljóðið vera í ofnunum, eitthvað titringshljóð. Ég fer síðan norður í verkstæðisherbergi, sem var við hliðina á miðstöðvarherberginu, en heyri ekkert þar. Slekk ég síðan á ,,fýrnum" og geng upp. Þetta heldur samt áfram og mér dettur nú í hug Katla. Geng að norðurglugganum og dreg frá honum, en þaðan var ekkert skyggni austur og norður til landsins, svo að ég fer aftur inn í ,,kokkhúsið" og dreg frá eldhúsglugganum að sunnan, en þar er ekkert að sjá. Þá fer ég aftur upp í rúm. Þegar ég er rétt lagztur í rúmið heyrist mér fara þungavinnuvél eftir götunni, svo að ég fer enn fram úr og ætla að athuga hvað sé á ferð eftir götunni. Það skiptir ekki mörgum mínútum; sem ég stend þarna við gluggann og þar til hljóðið er orðið líkast og í þotu; svo hækkar hljóðið all verulega og þá kemur fyrsti neistinn upp. Klukkan hefur þá verið svona um hálf tvö. Eg kallaði i Þóru, en fyrstu sekúndurnar var þetta ekki svo mikið að sjá og við horfðum á þetta hjónin. Þetta var svona eins og þegar búið er að kveikja í góðum bletti í sinu, og þetta stóð yfir augnablik. Þetta var norðaustur af Axlarsteini, sem stóð ofan við beygjuna á veginum, sem lá í kringum Helgafell. Í lægðinni fyrir sunnan Móhúsaflatir; þar efst í lítilli laut kom eldurinn upp, síðan klofnaði þetta til beggja hliða. Stefndi sprungan til suðurs, neðan við forina við veginn, en norður til Urða og sjávar.

Þegar ég var orðinn öruggur um það, að þetta væri eldgos, fór ég í símann og hringdi í Berg tengdason okkar. Þá var klukkan hálf tvö." ,,Já, ég leit á klukkuna strax", sagði Þóra. - ,,Einhvern veginn bjóst ég við, að þetta gæti verið Katla og vildi þá vita réttan tíma. ,,Þetta gerist eiginlega á 20 mínútum frá því Þóra verður fyrst vör við kippinn og þar til orðinn er eldur. Síðan óx þetta af ægilegum krafti. Hvað það hefur tekið eldinn langan tíma að komast til sjávar, því get ég ekki beint svarað. Þetta var komið nokkuð neðarlega, þegar ég kom úr símanum og hafði tala við Berg. Síðan hringdi ég i Valdimar, son okkar, sem býr vestur i bæ, en hann kom stuttu síðar á bílnum sínum og sótti okkur. Eldsprungan tók stefnu í sjó um loftskeytastöngina, sem var á Urðunum. Ég hugsa, að það hafi liðið að minnsta kosti um tuttugu mínútur frá því að við sáum fyrsta neistann og þar til sprungan hafði opnað sig. Valdimar kom svo til okkar um tvö leytið, og við tókum með okkur dálítið af fötum og Kristján sonarsonur okkar tók það mesta af namsbókunum. Þá var hitinn orðinn geysilegur og albjart á Kirkjubæjum. Við fórum svo til Þorlákshafnar með Boga í Laufási á Ver; og voru með skipshöfn 47 manns þar um borð. Við fórum frá Eyjum um fjögurleyti og vorum komin til Reykjavíkur klukkan að ganga tíu um morguninn".




Heimildir

  • Guðjón Ármann Eyjólfsson. VESTMANNAEYJAR, BYGGÐ OG ELDGOS. Ísafoldarprentsmiðja 1973



Heimildir