„Þórir Bergsson (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Þórir Bergsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 28. júní 2024 kl. 10:44

Þórir Bergsson.

Þórir Bergsson kennari fæddist 6. desember 1963 í Eyjum.
Foreldrar hans Bergur Heiðmar Vilhjálmsson frá Heiði á Langanesi, múrari, f. 12. júní 1933, d. 12. maí 2017, og kona hans Kristbjörg Guðrún Kristjánsdóttir frá Kirkjubóli, húsfreyja, verslunarmaður, talsímakona, f. 31. október 1931, d. 15. mars 2018.

Þórir var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjubóli og við Landagötu 31. Þórir varð stúdent í MK 1983, lauk íþróttakennaraprófi 1986 og sótti ýmis námskeið hjá íþróttahreyfingunni.
Hann var kennari í MK og Hjallaskóla í Kópavogi frá 1986.
Þórir vann við múrverk 1983 og 1984.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.