„Bylgja Matthíasdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Bylgja Matthíasdóttir. '''Bylgja Matthíasdóttir''' húsfreyja, hómópati fæddist 7. maí 1970 í Eyjum og lést 2. nóvember 2009.<br> Foreldrar hennar voru Matthías Óskarsson frá Heiðarbóli við Brekastíg 8, skipstjóri, f. 16. janúar 1944, og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir frá Karlsbergi við Heimagötu 20, húsfreyja, f. 6. febrúar...) |
m (Verndaði „Bylgja Matthíasdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 2. apríl 2024 kl. 11:32
Bylgja Matthíasdóttir húsfreyja, hómópati fæddist 7. maí 1970 í Eyjum og lést 2. nóvember 2009.
Foreldrar hennar voru Matthías Óskarsson frá Heiðarbóli við Brekastíg 8, skipstjóri, f. 16. janúar 1944, og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir frá Karlsbergi við Heimagötu 20, húsfreyja, f. 6. febrúar 1952.
Börn Ingibjargar og Matthíasar:
1. Bylgja Matthíasdóttir, f. 7. maí 1970.
2. Óskar Matthíasson, f. 7. apríl 1973.
Bylgja var með foreldrum sínum í æsku.
Hún lauk prófum í Framhaldsskólanum 1990, lærði síðar hómópathíu, lauk námi í College of Practical Homeopathy 2003.
Bylgja flutti til Rvk 1990, vann hjá Hans Petersen 1990-1996, var hómópati og vann í Varmárskóla.
Þau Magnús Már giftu sig, eignuðust tvö börn.
Bylgja lést 2009.
I. Maður Bylgju er Magnús Már Ólafsson, f. 16. september 1967. Foreldrar hans Ólafur Þ. Guðmundsson, f. 26. apríl 1947, og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, f. 9. júlí 1943.
Börn þeirra:
1. Særún Magnúsdóttir, f. 10. ágúst 1996.
2. Orri Magnússon, f. 16. júní 1998.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið. Minning Bylgju.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.