„Svava Hagberts“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Svava Hagberts og Sveinn Jónsson. '''Jórunn ''Svava'' Hagberts''' húsfreyja fæddist 11. júlí 1909 og lést 26. júlí 1966.<br> Foreldrar hennar voru Hagbert Knudsen, f. 9. febrúar 1885 og Jóhanna Hjálmarsdóttir frá Stóra-Gerði, vinnukona, sjúklingur, f. 23. september 1884, d. 31. maí 1912. Jórunn var með móður sinni á fyrsta ári sínu...) |
m (Verndaði „Svava Hagberts“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 23. mars 2024 kl. 14:12
Jórunn Svava Hagberts húsfreyja fæddist 11. júlí 1909 og lést 26. júlí 1966.
Foreldrar hennar voru Hagbert Knudsen, f. 9. febrúar 1885 og Jóhanna Hjálmarsdóttir frá Stóra-Gerði, vinnukona, sjúklingur, f. 23. september 1884, d. 31. maí 1912.
Jórunn var með móður sinni á fyrsta ári sínu, með móður sinni í Gvendarhúsi 1910, hjá Jónínu Guðnadóttur í Haga við Heimagötu 11 1920.
Þau Sveinn giftu sig 1929, voru í húsmennsku á Ljótarstöðum í A.-Landeyjum 1932-1933, áttu heima í Eyjum 1933-1936, bjuggu í Vorsabæ í A.-Landeyjum 1936-1943, fluttu þá til Rvk. Þau eignuðust kjörson. Þau skildu.
Þau Valgeir giftu sig 1958, bjuggu í Rvk. Þau voru barnlaus.
Svava lést 1966 og Valgeir 2005.
I. Maður Svövu, (5. október 1929, skildu), var Sveinn Jónsson frá Skíðbakkahjáleigu í A.-Landeyjum, bóndi í Vorsabæ, bifreiðastjóri í Rvk og Höfnum, Gull., f. 25. apríl 1904, d. 8. ágúst 1977. Foreldrar hans voru Jón Erlendsson bóndi í Vorsabæ, f. 7. maí 1870, d. 15. febrúar 1941, og Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. september 1879, d. 17. nóvember 1921.
Kjörsonur þeirra:
1. Guðlaugur Sveinsson matreiðslumaður í Rvk, f. 4. apríl 1938. Sambúðarkona hans Ingibjörg Sigurðardóttir.
II. Maður Svövu, (8. mars 1958), var Valgeir Gottskálk Magnússon sjómaður, síðan starfsmaður Reykjavíkurborgar, f. 12. september 1918 í Viðvík við Bakkafjörð, N.-Múl., d. 9. febrúar 2005. Foreldrar hans voru Magnús Sigurðsson sjómaður, f. 25. maí 1897, d. 18. október 1979, og kona hans Una Helga Gottskálksdóttir húsfreyja, f. 29. júní 1895, d. 15. ágúst 1974.
Fósturbarn þeirra:
2. Magnús Skúlason, f. 13. september 1957, d. 29. apríl 2023. Fyrrum kona hans Sigurlaug Ólafsdóttir. Kona hans Minnie Karen Walton.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.