„Sigurður Sveinn Elíasson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sigurður Sveinn Elíasson. '''Sigurður Sveinn Elíasson''' frá Varmadal, skipstjóri, verkstjóri, útgerðarstjóri fæddist 2. september 1936.<br> Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, skipstjóri, f. 8. september 1910, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir frá Sunnuhvoli á Blönduósi, húsfreyja, f...) |
m (Verndaði „Sigurður Sveinn Elíasson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 14. mars 2024 kl. 11:25
Sigurður Sveinn Elíasson frá Varmadal, skipstjóri, verkstjóri, útgerðarstjóri fæddist 2. september 1936.
Foreldrar hans voru Elías Sveinsson frá Varmadal, skipstjóri, f. 8. september 1910, d. 13. júlí 1988, og kona hans Eva Lilja Þórarinsdóttir frá Sunnuhvoli á Blönduósi, húsfreyja, f. 18. febrúar 1912, d. 19. júlí 2007.
Börn Evu og Elíasar:
1. Sigurður Sveinn Elíasson, f. 2. september 1936 í Langa-Hvammi. Kona hans Sigrún Þorsteinsdóttir.
2. Una Þórdís Elíasdóttir, f. 13. febrúar 1938 í Varmadal. Maður hennar Önundur Kristjánsson.
3. Atli Elíasson, f. 15. desember 1939 í Varmadal, d. 6. maí 2006. Kona hans Kristín Frímannsdóttir.
4. Hörður Elíasson, f. 30. ágúst 1941 í Varmadal. Kona hans Elínbjörg Þorbjarnardóttir.
5. Sara Elíasdóttir, f. 19. júní 1943 í Varmadal. Maður hennar Björn Baldvinsson.
6. Sævaldur Elíasson, f. 25. maí 1948 í Varmadal. Kona hans Svanbjörg Oddsdóttir.
7. Hjalti Elíasson, f. 25. júlí 1953 í Varmadal. Kona hans Júlía P. Andersen.
Sigurður sótti vélstjóranámskeið 1954, lauk fiskimannaprófi í Stýrimannaskólanum í Rvk 1956.
Hann hóf skipstjórn á mb. Lagarfossi VE 292 1958 og gegndi til 1960, síðan var hann skipstjóri á Jóni Stefánssyni 1961-1963.
Sigurður var verkstjóri í Fiskiðjunni 1964-1969. Síðan sá hann um útgerð mb. Ófeigs II. og III. fyrir Sigurð Þorsteinsson tengdaföður sinn og fleiri.
Þau Sigrún giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa við Illugagötu 39.
I. Kona Sigurðar er Sigrún Þorsteinsdóttir frá Blátindi, húsfreyja, f. 2. september 1941.
Börn þeirra:
1. Þorsteinn Sigurðsson, f. 24. maí 1967.
2. Anna Lilja Sigurðardóttir, f. 14. október 1971.
3. Elías Sigurðsson, f. 11. apríl 1976.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.