Kristín Frímannsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Frímannsdóttir frá Selfossi, húsfreyja fæddist 15. mars 1941 á Grjótagötu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Frímann Einarsson frá Þingskálum í Keldnasókn, Rang., verkamaður, skáld, bóndi, f. 21. mars 1890 í Brennu í Flóa, d. 16. desember 1976, og síðari kona hans Kristín Ólafsdóttir frá Kiðafelli í Kjós, húsfreyja, kennari, síðast í Hraunbúðum, f. 19. apríl 1895 á Grjóteyri í Kjós, d. 9. maí 1987.

Kristín var með foreldrum sínum í æsku, í Reykjavík, á Borg við Eyrarbakka, en síðan á Selfossi.
Hún lauk gagnfræðaprófi, vann verslunarstörf.
Kristín fór til Eyja 1959.
Þau Atli fóru til Selfoss, giftu sig þar 1959, eignuðust þrjú börn.
Þau bjuggu á Selfossi til 1963, þá í Njarðvíkum í átta mánuði, en síðan í Eyjum, bjuggu fyrst á Faxastíg 14, þá á Strembugötu 23, en síðast í Suðurgerði 2.
Atli lést 2006.
Kristín býr á Faxastíg 26.

I. Maður Kristínar, (19. september 1959 á Selfossi), var Atli Elíasson smiður, sjómaður, framkvæmdastjóri, f. 15. desember 1939, d. 6. maí 2006.
Börn þeirra:
1. Aldís Atladóttir húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 4. janúar 1960. Maður hennar Kristinn Ævar Andersen.
2. Elías Atlason rafiðnfræðingur, skrifstofumaður hjá Í.S.Í, f. 29. mars 1961. Kona hans Geirþrúður Þórðardóttir.
3. Freyr Atlason vélstjóri, f. 20. nóvember 1966. Barnsmóðir hans Guðbjörg Kristín Georgsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.