„Högni Jónsson (Grafarholti)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Högni Jónsson (Grafarholti)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 29: Lína 29:
[[Flokkur: Íbúar í Ásnesi]]
[[Flokkur: Íbúar í Ásnesi]]
[[Flokkur: Íbúar við Skólaveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Skólaveg]]
[[Flokkur: Íbúar Grafarholti]]
[[Flokkur: Íbúar í Grafarholti]]
[[Flokkur: Íbúar við Kirkjuveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Kirkjuveg]]

Núverandi breyting frá og með 11. mars 2024 kl. 12:11

Högni Jónsson.

Högni Jónsson frá Grafarholti við Kirkjuveg 13, sjómaður, stýrimaður fæddist 16. ágúst 1938 í Ásnesi við Skólaveg 7.
Foreldrar hans voru Jón Jóhannes Bjarnason frá Tannanesi í Önundarfirði, skipstjóri, seglasaumari, f. 27. desember 1875, d. 7. apríl 1964, og kona hans Laufey Guðjónsdóttir frá Fagurhól, húsfreyja, verkakona, f. 14. desember 1914, d. 1. maí 2004.

Börn Laufeyjar ogg Jóns:
1. Högni Jónsson stýrimaður, nú í Reykjavík, f. 16. ágúst 1938.
2. Sigurborg Jónsdóttir húsfreyja, verkstjóri, gjaldkeri í Borgarnesi, f. 28. febrúar 1943.

Högni lauk farmannaprófi 1964.
Hann hóf sjómennsku á mb. Gylfa VE 1959, var háseti, bátsmaður og stýrimaður á vélbátum, togurum og flutningaskipum og varðskipum til 1969. Hann stundaði ýmis störf í landi 1970 til 1973. Högni var stýrimaður á björgunarskipinu Boðinn 1974 og síðan.
Þau Birna giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Kona Högna er Birna Sigurðardóttir húsfreyja, f. 5. október 1936 í Rvk. Foreldrar hennar voru Sigurður og Þórdís Ágústsdóttir, f. 25. apríl 1908, d. 19. desember 1998.
Börn þeirra:
1. Þórdís Högnadóttir, f. 20. nóvember 1969 í Rvk.
2. Laufey Jóna Högnadóttir, f. 14. ágúst 1973 í Rvk.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.