„Guðríður Eyjólfsdóttir (Görðum)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Guðríður Eyjólfsdóttir (Görðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:KG-mannamyndir 11083.jpg|thumb|200px|''Guðríður Eyjólfsdóttir.]]
'''Guðríður Eyjólfsdóttir''' frá Steig í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 9. júlí 1842 og lést 17. maí 1924 í Vík.<br>
'''Guðríður Eyjólfsdóttir''' frá Steig í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 9. júlí 1842 og lést 17. maí 1924 í Vík.<br>
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júlí 1864, og fyrri kona hans Ólöf Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júlí 1864, og fyrri kona hans Ólöf Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig.

Núverandi breyting frá og með 24. janúar 2024 kl. 14:06

Guðríður Eyjólfsdóttir.

Guðríður Eyjólfsdóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja fæddist þar 9. júlí 1842 og lést 17. maí 1924 í Vík.
Foreldrar hennar voru Eyjólfur Þorsteinsson bóndi, f. 20. desember 1795 á Hvoli í Mýrdal, d. 14. júlí 1864, og fyrri kona hans Ólöf Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 1799, d. 15. desember 1843 í Steig.

Guðríður var með foreldrum sínum í æsku, í Steig líklega til 1865, var húsfreyja á Haugnum í Mýrdal 1865-1870, í Garðakoti þar 1870-1875, í Suður-Hvammi þar 1975-1883, í Eyjarhólum þar 1883-1904, var hjá dóttur sinni þar 1904-1909, á Höfðabrekku þar 1909-1914.
Hún fór til Eyja 1914, dvaldi hjá Árna syni sínum í Görðum 1920, var hjá dóttur sinni í Vík í Mýrdal 1922-dánardægurs.
Þau Jón giftu sig 1865, eignuðust ellefu börn, en misstu fjögur þeirra í bernsku.
Jón lést 1908 og Guðríður 1924.

I. Maður Guðríðar, (6. júní 1865), var Jón Árnason frá Dyrhólum, bóndi, f. þar 9. júní 1840, d. 10. nóvember 1908 í Eyjarhólum. Hann var bróðir Þorsteins Hjartar Árnasonar, síðar á Löndum.
Faðir hans var Árni bóndi á Dyrhólum 1831-dd., f. 10. október 1803 á Norður-Hvoli í Mýrdal, d. 13. nóvember 1866 á Dyrhólum, Hjartarson („Hjörtsson“) bónda á Norður-Hvoli 1800-dd, f. 1773 á Ytri-Ásum í Skaftártungu, d. 26. nóvember 1854 á Norður-Hvoli, Loftssonar bónda víða, en síðast í Reynisholti 1796-dd., f. 1740 í Ytri-Ásum, d. 1801 í Reynisholti, Ólafssonar, og fyrri konu Lofts, Guðríðar húsfreyju, f. 1739, d. 1778 á Ytri-Ásum, Árnadóttur.
Móðir Árna á Dyrhólum og kona Hjartar á Norður-Hvoli var Kristín húsfreyja, f. 1766 í Kerlingardal í Mýrdal, d. 12. júlí 1834 á Hvoli í Mýrdal, Árnadóttir bónda í Kerlingardal, d. 30. júlí 1791 í Kerlingardal, Jónssonar, og konu Árna í Kerlingardal, Oddnýjar húsfreyju, f. 1742, d. 29. apríl 1821 á Mið-Hvoli, Sæmundsdóttur.

Móðir Jóns Árnasonar og kona Árna á Dyrhólum var Elín húsfreyja, f. 19. mars 1809, d. 15. febrúar 1893 á Dyrhólum, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum, f. 1786 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 26. janúar 1845 á Eystri-Sólheimum, Þorsteinssonar bónda á Vatnsskarðshólum, f. 1746, d. 9. júlí 1834 á Ketilsstöðum, Eyjólfssonar, og fyrstu konu Þorsteins á Vatnsskarðshólum, Karítasar húsfreyju, d. 1800, Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirð Vigfússonar Gíslasonar og konu Jóns, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, dóttur Hannesar Lauritzson Scheving sýslumanns í Eyjafirði, ættföður Scheving-ættar. Þórunn átti fyrr Jón Vigfússon klausturhaldara á Reynistað, en síðar Jón eldklerk Steingrímsson.
Móðir Elínar á Dyrhólum og kona Þorsteins á Eystri-Sólheimum var Elín húsfreyja, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 16. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttir bónda á Syðsta-Hvoli í Mýrdal, skírður 2. janúar 1748, d. 26. ágúst 1819 á Hvoli, Eyjólfssonar, og konu Jóns Eyjólfssonar, Elínar húsfreyju, f. 1748, d. 29. september 1807 á Syðsta-Hvoli, Sæmundsdóttur.
Börn Guðríðar Eyjólfsdóttur og Jóns Árnasonar:
1. Eyjólfur Jónsson, f. 31. maí 1866, d. 4. júní 1866.
2. Jón Jónsson, f. 8. september 1867, d. 14. september 1867.
3. Friðrik Jónsson á Látrum, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940.
4. Eyjólfur Jónsson, f. 2. mars 1870, d. í september 1904.
5. Þórunn Jónsdóttir, f. 1. júlí 1871, d. 21. apríl 1956.
6. Elín Jónsdóttir, f. 29. janúar 1873, d. 5. febrúar 1873.
7. Árni Jónsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. maí 1874, d. 8. ágúst 1954.
8. Guðrún Jónsdóttir vinnukona, síðar í Vesturheimi, f. 20. maí 1876, d. 30. mars 1934.
9. Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 1. september 1877.
10. Eyjólfur Jónsson, f. 1. júní 1881, d. 6. júní 1881.
11. Ólafur Jónsson á Landamótum, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1883, drukknaði 5. janúar 1916.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslod.is.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.