Þorsteinn Jónsson (Látrum)
Þorsteinn Jónsson vinnumaður, sjómaður fæddist 1. september 1877 í Suður-Hvammi í Mýrdal og lést líklega í Vesturheimi.
Foreldrar hans voru Jón Árnason bóndi, meðhjálpari, f. 19. júní 1840 á Dyrhólum í Mýrdal, d. 10. nóvember 1908 í Eyjarhólum þar, og kona hans Guðríður Eyjólfsdóttir frá Steig í Mýrdal, húsfreyja, f. 9. júlí 1842, d. 17. maí 1924 í Vík.
Börn Guðríðar og Jón,- í Eyjum voru:
1. Friðrik Jónsson á Látrum, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 7. desember 1868, d. 29. október 1940.
2. Árni Jónsson sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 5. maí 1874, d. 8. ágúst 1954.
3. Guðrún Jónsdóttir vinnukona, síðar í Vesturheimi, f. 20. maí 1876, d. 30. mars 1934.
4. Þorsteinn Jónsson sjómaður, f. 1. september 1877.
5. Ólafur Jónsson á Landamótum, sjómaður, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 4. nóvember 1883, drukknaði 5. janúar 1916.
Þorsteinn var með foreldrum sínum til 1883, í Eyjarhólum 1883-1904, var vinnumaður þar 1904-1909.
Hann flutti til Eyja 1909, var á Látrum, vinnumaður og háseti á vélbát.
Þorsteinn fór til Vesturheims 1912 frá Görðum.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.