„Sigurður Ó. Gunnarsson (flugvirki)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigurður Ó. Gunnarsson (flugvirki)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 18: Lína 18:
Þau Judie giftu sig 1988, skildu.
Þau Judie giftu sig 1988, skildu.


I. Barnsmóðir Sigurðar er Birna Ólafsdóttir, f. 25. júní 1951.<br>
I. Barnsmóðir Sigurðar er [[Birna Ólafsdóttir (sjúkraliði)|Birna Ólafsdóttir]] sjúkraliði, f. 25. júní 1951.<br>
Barn þeirra:<br>
Barn þeirra:<br>
1. Íris Inga Sigurðardóttir, f. 8. mars 1968. Maður hennar Mikael Jón Jónsson.<br>
1. [[Íris Inga Sigurðardóttir]] verslunarmaður, f. 8. mars 1968. Fyrrum maður hennar Bergur Héðinsson. Maður hennar Mikael Jón Jónsson.<br>


II. Barnsmóðir Sigurðar er Jóhanna Ágústsdóttir, f. 4. október 1949.<br>
II. Barnsmóðir Sigurðar er Jóhanna Ágústsdóttir, f. 4. október 1949.<br>

Núverandi breyting frá og með 13. janúar 2024 kl. 16:17

Sigurður Ólafur Gunnarsson.

Sigurður Ólafur Gunnarsson frá Fífilgötu 2, flugvirki, flugvélstjóri fæddist 29. júlí 1950 og lést 6. desember 2022.
Foreldrar hans voru Gunnar Sigurmundsson frá Stapadal í Arnarfirði, prentari, prentsmiðjustjóri, f. 23. nóvember 1908, d. 18. júní 1991 og kona hans Vilborg Sigurðardóttir frá Reykjavík, húsfreyja, fiskiðnaðarkona, f. 9. febrúar 1913, d. 13. nóvember 2005.

Börn Vilborgar og Gunnars:
1. Gylfi Gunnarsson stýrimaður, ljósmyndari, þyrluflugstjóri í Bandaríkjunum, f. 6. október 1939, d. 19. október 2013.
2. Gerður Gunnarsdóttir flugfreyja, myndlistakona, f. 6. desember 1942.
3. Gauti Gunnarsson vélsmiður á Spáni, f. 15. febrúar 1945.
4. Sigurður Ólafur Gunnarsson flugvirki, flugvélstjóri, f. 29. júlí 1950, d. 2. desember 2022.

Sigurður var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn 1968 í Eyjum og Reykjavík, fór til Bandaríkjanna 1971 í flugvirkjanám, útskrifaðist í flugvirkjaskólanum í Tulsa í Oklahoma 1974.
Sigurður starfaði víða um heim. Hann var vélstjóri á bátum í Eyjum og á Höfn í Hornafirði og víðar.
Hann vann á útvarpsverkstæði í Tulsa í nokkur ár, vann flugvirkjastörf hjá Flying Tigers , Arnarflugi og fleiri flugfélögum víða um heim, m.a. í Miami, Georgíu, á Kúbu, í Líbíu og London. Hann flutti til Midhurst á Englandi 1984 og vann hjá FedEx. Árið 1995 var hann flugvélstjóri hjá Air Atlanta, staðsettur í Malasíu, en fluti síðan til Kúala Lumpur í Malasíu, stundaði einnig fasteignaviðskipti þar.
Sigurður lét af störfum 2010 og flutti til eyjarinnar Langkawi í Malasíu, en 2018 flutti hann til Spánar, fyrst til Estepona og síðar til Alicante.
Sigurður eignaðist barn með Birnu Ólafsdóttur 1968, barn með Jóhönnu Ágústsdóttur 1969.
Þau Elín giftu sig 1971, eignuðust þrjú börn, en skildu.
Þau Judie giftu sig 1988, skildu.

I. Barnsmóðir Sigurðar er Birna Ólafsdóttir sjúkraliði, f. 25. júní 1951.
Barn þeirra:
1. Íris Inga Sigurðardóttir verslunarmaður, f. 8. mars 1968. Fyrrum maður hennar Bergur Héðinsson. Maður hennar Mikael Jón Jónsson.

II. Barnsmóðir Sigurðar er Jóhanna Ágústsdóttir, f. 4. október 1949.
Barn þeirra:
2. Geir Sigurðsson, f. 13. janúar 1969. Kona hans Vilma Kinderyte.

III. Kona Sigurðar, (1971, skildu 1984), var Elín Tómasdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1953, d. 3. júní 1991. Foreldrar hennar voru Tómas Þórhallur Guðmundsson, f. 9. júní 1926, d. 21. janúar 2001, og kona hans Halldóra Óskarsdóttir frá Hábæ í Þykkvabæ, Rang., f. 17. júlí 1931, d. 24. febrúar 2008.
Börn þeirra:
3. Jökull Sigurðsson, f. 12. október 1971. Kona hans Guðrún Elva Guðmundsdóttir.
4. Mjöll Sigurðardóttir, f. 9. nóvember 1979.
5. Vilborg Sigurðardóttir, f. 5. júní 1981, d. 30. mars 2007.

II. Kona Sigurðar, (1988, skildu 1997), Judie Barrington-Bird, f. 23. janúar 1952.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.