„Rósamunda Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Rósamunda Jónsdóttir''' húsfreyja fæddist 29. maí 1889 á Vémundarstöðum í Ólafsfirði.<br> Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, f. 1846, og kona hans Ingibjörg Sigríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1848. Rósamunda var tvíburi, tökubarn á Syðri-Gunnólfsá í Kvíabekkjarsókn í Ólafsfirði 1890 og 1901, vinnukona í Hafnarstræti 49 á Akureyri 1910.<br> Hún fluttist til Eyja 1916. Þau Eyjólfur giftu sig 1918, eignuðust tvö börn...)
 
m (Verndaði „Rósamunda Jónsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. nóvember 2023 kl. 14:22

Rósamunda Jónsdóttir húsfreyja fæddist 29. maí 1889 á Vémundarstöðum í Ólafsfirði.
Foreldrar hennar voru Jón Gíslason, f. 1846, og kona hans Ingibjörg Sigríður Ingimundardóttir húsfreyja, f. 16. mars 1848.

Rósamunda var tvíburi, tökubarn á Syðri-Gunnólfsá í Kvíabekkjarsókn í Ólafsfirði 1890 og 1901, vinnukona í Hafnarstræti 49 á Akureyri 1910.
Hún fluttist til Eyja 1916. Þau Eyjólfur giftu sig 1918, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Litla-Gerði við giftingu, á Skaftafelli við Vestmannabraut 62 1919, síðan í Háaskála við Brekastíg 11b. Rósamunda er ekki á manntali í Eyjum 1927 né 1930 og finnst ekki látin.

I. Maður Rósamundu, (12. október 1918), var Eyjólfur Guðmundsson sjómaður, verkamaður, f. 7. febrúar 1868, d. 15. desember 1946.
Börn þeirra:
1. Sigurður Eyjólfsson sjómaður, f. 10. ágúst 1919 á Skaftafelli, d. 17. október 1976.
2. Bárður Eyjólfsson, f. 4. september 1921 í Háaskála, d. 19. apríl 1932.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.