„Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir. '''Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 2. mars 1963 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson matsveinn, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 2. maí 1918 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 22. janúar 2000, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Núpi u. Eyjaf...) |
m (Verndaði „Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 9. september 2023 kl. 14:35
Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 2. mars 1963 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sigurður Kristjánsson matsveinn, útgerðarmaður, verkstjóri, f. 2. maí 1918 á Víðivöllum í Fnjóskadal, d. 22. janúar 2000, og kona hans Guðrún Sveinsdóttir frá Núpi u. Eyjafjöllum, húsfreyja, f. 14. nóvember 1933.
Börn Guðrúnar og Sigurðar:
1. Ólöf Sveinbjörg Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. mars 1963 í Eyjum. Maður hennar Hilmar Adolfsson Óskarssonar.
2. Sigurður Sigurðsson rafmagnsiðnfræðingur, f. 13. júní 1964 í Eyjum. Kona hans Hjördís Rósantsdóttir.
3. Sigríður Kristín Sigurðardóttir leikskólakennari, f. 28. september 1967 í Eyjum. Maður hennar Ólafur Valsson.
4. Ingibjörg Sigurlín Sigurðardóttir kennari, f. 9. júní 1972 í Eyjum. Maður hennar Óskar Ólafur Arason.
Ólöf var með foreldrum sínum í æsku, á Búastaðabraut 14 og flutti með þeim til Rvk í Gosinu 1973.
Hún varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1983, lauk B.Sc.-prófi í hjúkrunarfræðum í H.Í. 1987, diplomanámi í gjörgæslu 2005, námi til kennsluréttinda í grunn- og framhaldsskólum 2005, diplomanámi í opinberri stjórnsýslu 2015.
Ólöf hefur verið hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Borgarspítalans frá 1987.
Hún var ritari í fræðslunefnd Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (F.h.h.) 1987-1989, í orlofsnefnd 2010-2015.
Þau Hilmar giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Kópavogi.
I. Maður Ólafar, (28. mars 2001), er Hilmar Adolfsson pípulagningamaður, f. 21. janúar 1960.
Börn þeirra:
1. Guðrún Erla Hilmarsdóttir þroskaþjálfi, f. 12. júní 1988. Maður hennar Bjarki Sigurjónsson.
2. Jóna María Hilmarsdóttir viðburðastjóri í Danmörku, f. 26. maí 1994. Sambúðarmaður hennar Smári Þorsteinsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Ólöf og Hilmar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.