„Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir. '''Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir''' frá Boðaslóð 26, sjúkraþjálfari fæddist þar 20. júní 1955.<br> Foreldrar hennar Hafsteinn Júlíusson múarameistari frá Stafholti, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990, og kona hans María Stefanía Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, saumakona, f. 3. september 1931, d. 25. október 2009...)
 
m (Verndaði „Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 30. maí 2023 kl. 13:40

Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir.

Eiríksína Kristbjörg Hafsteinsdóttir frá Boðaslóð 26, sjúkraþjálfari fæddist þar 20. júní 1955.
Foreldrar hennar Hafsteinn Júlíusson múarameistari frá Stafholti, f. 8. júní 1928, d. 15. febrúar 1990, og kona hans María Stefanía Björnsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, saumakona, f. 3. september 1931, d. 25. október 2009.

Eiríksína var með foreldrum sínum.
Hún lærði sjúkraþjálfun, lauk B.Sc-prófi 1981.
Hún vann í Kalmar Lasarett í Svíþjóð 1981 og á Borgarspítalanum, hefur unnið á Grenssásdeild Landspítalans frá október 1981.
Hún sat í fræðslunefnd FÍSÞ 1983-1985 og var endurskoðandi félagsins 1995-1999.
Rit: A study of motor relearning programme in stroke unit (meðhöfundur Sigrún Knútsdóttir), kynnt á Evrópuþingi sjúkraþjálfara í Kaupmannahöfn 1994 og á alþjóðaþingi sjúkraþjálfara í Washington 1995.
Þau Óskar giftu sig, eignuðust tvö börn.

I. Maður Eiríksínu er Óskar Sverrisson löggiltur endurskoðandi, f. 14. maí 1959 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sverrir Helgason loftskeytamaður, rafvirkjameistari, verktaki, rak Hitastýringu hf., f. 3. ágúst 1937, d. 6. desember 2016, og kona hans Jóhanna Guðfinna Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. nóvember 1934, d. 1. október 2010. Börn þeirra:
1. Bjarki Óskarsson, f. 10. september 1988. Kona hans Guðrún Sara Guðmundsdóttir.
2. Sævar Már Óskarsson, f. 10. ágúst 1990.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 13. desember 2016. Minning Sverris Helgasonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sjúkraliðar á Íslandi 1966-1996. Ritstjóri: Sigurður Hermundarson. Mál og mynd 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.