„Logi Snædal Jónsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Logi Snædal Jónsson (skipstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Logi Snaedal Jonsson.jpg|thumb|200px|''Logi Snædal Jónsson.]] | |||
'''Logi Snædal Jónsson''' frá Reykjavík, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 21. júlí 1948 og lést 15. október 1996.<br> | '''Logi Snædal Jónsson''' frá Reykjavík, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 21. júlí 1948 og lést 15. október 1996.<br> | ||
Foreldrar hans voru Evert ''Jón'' Sigurvinsson bóndi í Fagradalstungu í Saurbæ, Dal., síðar í Reykjavík, f. 26. september 1915, d. 16. apríl 1969, og kona hans Helga Steinunn Hansen Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1916, d. 1. ágúst 1987. | Foreldrar hans voru Evert ''Jón'' Sigurvinsson bóndi í Fagradalstungu í Saurbæ, Dal., síðar í Reykjavík, f. 26. september 1915, d. 16. apríl 1969, og kona hans Helga Steinunn Hansen Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1916, d. 1. ágúst 1987. |
Útgáfa síðunnar 26. mars 2023 kl. 11:55
Logi Snædal Jónsson frá Reykjavík, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 21. júlí 1948 og lést 15. október 1996.
Foreldrar hans voru Evert Jón Sigurvinsson bóndi í Fagradalstungu í Saurbæ, Dal., síðar í Reykjavík, f. 26. september 1915, d. 16. apríl 1969, og kona hans Helga Steinunn Hansen Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 21. mars 1916, d. 1. ágúst 1987.
Logi ólst upp hjá foreldrum sínum í braggahverfi í Kleppsholti í Reykjavík, en var nokkur sumur í sveit í Dölum, flutti til Eyja 1965.
Hann lauk prófum í Stýrimannaskólanum í Eyjum 1969.
Logi stundaði sjó frá 14 ára aldri, fyrst á togaranum Þormóði goða á Grænlandsmiðum, var þó um skeið við landvinnslu á saltfiski hjá Ársæli Sveinssyni. Þá varð hann sjómaður, m.a. á Ísleifi III., á Suðurey VE 20. Hann varð stýrimaður á Hellisey 1969, síðar á ýmsum bátum, m.a. á Gullbergi, á Eyjaver og á Viðey.
Logi var ýmist stýrimaður eða skipstjóri á Surtsey frá 1972, en eingöngu skipstjóri frá 1975 og einnig um skeið eftir að báturinn var seldur til Stokkseyrar og fékk nafnið Stokksey.
Logi varð einn af eigendum og skipstjóri á Smáey VE 144, og var með hana til dánardægurs 1996.
Hann var í stjórn skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi um skeið.
Þau Halla Jónína giftu sig á jólum 1970, eignuðust fjögur börn, en fyrsta barn þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu á Heiðarvegi 25 1972, síðast á Boðaslóð 16.
I. Kona Loga, (25. desember 1970), er Halla Jónína Gunnarsdóttir frá Litla-Hofi í Öræfum, húsfreyja, f. 5. desember 1941.
Börn þeirra:
1. Andvana dengur, f. 5. maí 1970.
2. Jón Snædal Logason skipstjóri, f. 11. ágúst 1971. Kona hans Berglind Kristjánsdóttir.
3. Sigrún Snædal Logadóttir kennari, f. 12. júní 1973. Maður hennar Þorsteinn Waagfjörð.
4. Sæbjörg Snædal Logadóttir sjómaður, sjúkraliði, f. 21. júní 1977. Fyrrum maður hennar Sigurður Steinar Konráðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.