„Ásta Sigurðardóttir (Þingeyri)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ásta Sigurðardóttir''' frá Þingeyri við Skólaveg 37, húsfreyja fæddist 2. mars 1942 á Auðsstöðum við Brekastíg 15B.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Óli Sigurjónsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 24. janúar 1912, d. 16. júni 1981, og kona hans Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915, d. 7. október 2000. Börn Jóhönnu og Si...) |
m (Verndaði „Ásta Sigurðardóttir (Þingeyri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. mars 2023 kl. 14:27
Ásta Sigurðardóttir frá Þingeyri við Skólaveg 37, húsfreyja fæddist 2. mars 1942 á Auðsstöðum við Brekastíg 15B.
Foreldrar hennar voru Sigurður Óli Sigurjónsson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 24. janúar 1912, d. 16. júni 1981, og kona hans Jóhanna Kristín Helgadóttir húsfreyja, f. 9. október 1915, d. 7. október 2000.
Börn Jóhönnu og Sigurðar:
1. Þóra, f. 20. apríl 1935, gift Ástvaldi Bern Valdimarssyni.
2. Kristín, f. 8. mars 1937, gift Runólfi Runólfssyni.
3. Ásta Sigurðardóttir, f. 2. mars 1942, gift Kjartani Guðfinnssyni.
4. Þráinn Sigurðsson, f. 9. ágúst 1946. Fyrrum kona hans Ingunn Elín Hróbjartsdóttir.
5. Sigurjón Sigurðsson, f. 3. september 1952, kvæntur Þóru Björk Ólafsdóttur.
Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir skólaskyldu vann hún við fiskiðnað í Fiskiðjunni. Ásta vann síðar í Þorlákshöfn og í Keflavík, hjá Varnarliðinu við þjónustu í 9 ár, þá hjá Flugleiðum í eldhúsi og mötuneyti til starfsloka.
Þau Kjartan giftu sig 1961, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu á Boðaslóð 15, á Baldri við Brekastíg 22, fluttu í Þorlákshöfn 1970, bjuggu þar í 9 ár, fluttu í Reykjanesbæ, bjuggu þar, síðast við Dalsbraut 12.
I. Maður Ástu, (7. október 1961), var Kjartan Guðfinnsson frá Herðubreið við Heimagötu 28, sjómaður, f. þar 13. mars 1943, d. 30. desember 2009.
Börn þeirra:
1. Freyja Kjartansdóttir starfsmaður Flugleiða, f. 28. nóvember 1959 í Eyjum, d. 28. mars 2022. Maður hennar Þorsteinn Christensen.
2. Guðfinnur Kjartansson vinnur við vöruflutninga, f. 22. desember 1962 í Eyjum. Kona hans Jóna Fanney Hólm.
3. Sigurður Óli Kjartansson eftirlitsmaður hjá Isavia, f. 5. september 1972. Kona hans Anna Kristín Tómasdóttir.
4. Páll Ástþór Kjartansson, f. 5. september 1972, d. 5. september 1972.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Ásta.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.