„Erlendur G. Pétursson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Erlendur Gísli Pétursson''' húsasmíðameistari fæddist 4. maí 1943.<br> Foreldrar hans voru Pétur Ingjaldsson sjómaður, vörubílstjóri, f. 23. júlí 1911, d. 17. desember 1986, og Stefanía Gróa Erlendsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. ágúst 1904, d. 16. júlí 1964. Erlendur lærði húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík, varð sveinn 1969 og fékk meistararéttindi 1972.<br> Hann vann við iðn sína í Reykjavík í nokkra mánuði, flutti t...) |
m (Verndaði „Erlendur G. Pétursson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 5. febrúar 2023 kl. 14:47
Erlendur Gísli Pétursson húsasmíðameistari fæddist 4. maí 1943.
Foreldrar hans voru Pétur Ingjaldsson sjómaður, vörubílstjóri, f. 23. júlí 1911, d. 17. desember 1986, og Stefanía Gróa Erlendsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 28. ágúst 1904, d. 16. júlí 1964.
Erlendur lærði húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík, varð sveinn 1969 og fékk meistararéttindi 1972.
Hann vann við iðn sína í Reykjavík í nokkra mánuði, flutti til Eyja, var háseti hjá Bjarnhéðni Elíassyni eina vertíð. Síðan hefur hann unnið við húsasmíðar.
Þau Elísabet giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu við Sólhlíð 7 1972, við Illugagötu 19, við Stóragerði 8, en búa nú við Strandveg 71.
I. Kona Erlendar, (11. desember 1965), er Elísabet Arnoddsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 18. ágúst 1942.
Börn þeirra:
1. Arnoddur Erlendsson djúpsjávarkafari, býr í Mosfellsbæ, f. 16. febrúar 1967. Kona hans Sigurbjörg Ingólfsdóttir.
2. Pétur Freyr Erlendsson tónlistarmaður, húsasmiður í Hafnarfirði, f. 9. október 1970. Kona hans Ragnhildur Ósk Magnúsdóttir.
3. Anna Stefanía Erlendsdóttir kennari, guðfræðingur. Hún býr á Selfossi, er kennari við barnaskólann á Stokkseyri og Eyrarbakka, f. 30. janúar 1974.
4. Gunnlaugur Erlendsson kafari í Eyjum, f. 30. janúar 1974. Kona hans Drífa Þöll Arnardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Erlendur.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Þjóðskrá 1972.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.