„Guðmundur Kristinn Ólafsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 17: Lína 17:
I. Kona Guðmundar Kristins, (28. desember 1947), var [[Guðrún Sigurjónsdóttir (Brimhólabraut)|Guðrún Sigurjónsdóttir]] húsfreyja, f. 19. júlí 1925 á Haugum í Mýrdal.<br>
I. Kona Guðmundar Kristins, (28. desember 1947), var [[Guðrún Sigurjónsdóttir (Brimhólabraut)|Guðrún Sigurjónsdóttir]] húsfreyja, f. 19. júlí 1925 á Haugum í Mýrdal.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Hjálmar Guðmundsson (vélfræðingur)|Hjálmar Guðmundsson]] vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. <br>
1. [[Hjálmar Guðmundsson (vélfræðingur)|Hjálmar Guðmundsson]] vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. Kona hans Sveinsína Bjarkadóttir.<br>
2. [[Ólafur Guðmundsson (vélfræðingur)|Ólafur Guðmundsson]] vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu.<br>
2. [[Ólafur Guðmundsson (vélfræðingur)|Ólafur Guðmundsson]] vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Lilja Júlíusdóttir.<br>
3. [[Sigurjón Guðmundsson (Brimhólabraut)|Sigurjón Guðmundsson]] bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.<br>
3. [[Sigurjón Guðmundsson (Brimhólabraut)|Sigurjón Guðmundsson]] bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.<br>
4. [[Guðni Guðmundsson (tölvunarfræðingur)|Guðni Guðmundsson]] tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu.<br>  
4. [[Guðni Guðmundsson (tölvunarfræðingur)|Guðni Guðmundsson]] tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Þórdís Njarðardóttir.<br>  
5. [[Sigrún Guðmundsdóttir (matvælafræðingur)| Sigrún Guðmundsdóttir]] matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13.<br>
5. [[Sigrún Guðmundsdóttir (matvælafræðingur)| Sigrún Guðmundsdóttir]] matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13.<br>
{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 5. febrúar 2023 kl. 11:54

Guðmundur Kristinn Ólafsson.

Guðmundur Kristinn Ólafsson frá Oddhól, vélstjóri fæddist 23. ágúst 1918 í Ásgarði og lést 4. mars 2002 á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja.
Foreldrar hans voru Ólafur Andrés Guðmundsson verkamaður, síðar í Oddhól, f. 14. október 1888 í Stekkjarhjáleigu í Hálssókn, S-Múl., d. 20. mars 1955 á Akureyri, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1884 á Efri-Rotum u. Eyjafjöllum, d. 15. ágúst 1937 í Eyjum.

Börn Ólafs og Sigurbjargar voru:
1. Ragnhildur Guðrún Ólafsdóttir húsfreyja á Akureyri, síðar starfsmaður Lyfjaverslunar Ríkisins í Reykjavík, f. 18. apríl 1917 í Ásgarði, d. 23. febrúar 1999.
2. Guðmundur Kristinn Ólafsson vélstjóri í Eyjum, f. 23. ágúst 1918 í Ásgarði, d. 4. mars 2002.
3. Þorsteina Sigurbjörg Ólafsdóttir húsfreyja, starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, sjúkrahússstarfsmaður í Reykjavík og Eyjum, f. 4. september 1920 í Ásgarði, d. 15. nóvember 2012.
4. Ásmunda Ólafía Ólafsdóttir húsfreyja, verkakona hjá netagerð Útgerðarfélags Akureyrar og hjá Kassagerð Reykjavíkur, f. 16. júní 1922 í Oddhól, d. 18. október 2016.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann tók hið minna vélstjórapróf 1937 og var síðan vélstjóri á ýmsum fiskibátum, lengst hjá Gunnari Ólafssyni og Co. Síðar var hann vélgæslumaður í frystihúsum 1945-1948. Hann starfaði hjá Rafveitu Vestmannaeyja 1949-1950, síðan við þurrkhúsið Stakk hf. til ársins 1967 og loks í Áhaldahúsi Vestmannaeyja til ársloka 1992.
Hann bjó á Laugalandi, Vestmannabraut 53 1945, kvæntist Guðrúnu 1947 og bjó með henni og barni þeirra Hjálmari í Bergholti, Vestmannabraut 67 1948. Þau voru komin á Brimhólabraut 13 við fæðingu Ólafs 1952 og þar bjuggu þau síðan nema í Gosinu, er þau bjuggu tvö ár í Kópavogi.
Þau eignuðust fimm börn.
Guðmundur Kristinn lést 2002.

I. Kona Guðmundar Kristins, (28. desember 1947), var Guðrún Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 19. júlí 1925 á Haugum í Mýrdal.
Börn þeirra:
1. Hjálmar Guðmundsson vélfræðingur í Vestmannaeyjum, f. 14. september 1948 í Bergholti. Kona hans Sveinsína Bjarkadóttir.
2. Ólafur Guðmundsson vélfræðingur, f. 7. nóvember 1952 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Lilja Júlíusdóttir.
3. Sigurjón Guðmundsson bankastarfsmaður, f. 15. júní 1954 að Brimhólabraut 13.
4. Guðni Guðmundsson tölvunarfræðingur, f. 28. júní 1959 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Þórdís Njarðardóttir.
5. Sigrún Guðmundsdóttir matvælafræðingur í Hafnarfirði, f. 9. mars 1962 að Brimhólabraut 13.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.