„Jóhanna Björnsdóttir (læknir)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Jóhanna Björnsdóttir. '''Jóhanna Björnsdóttir''' frá Kirkjubæ, læknit fæddist þar 18. mars 1953 og lést af slysförum 30. desember 2006.<br> Foreldrar hennar voru Björn Stefán Hólmsteinsson sjómaður útgerðarmaður á Raufarhöfn, f. 21. janúar 1926, d. 11. júlí 2006, og kona hans Jónína ''Ósk'' Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 12. nóvember 192...) |
m (Verndaði „Jóhanna Björnsdóttir (læknir)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. janúar 2023 kl. 16:35
Jóhanna Björnsdóttir frá Kirkjubæ, læknit fæddist þar 18. mars 1953 og lést af slysförum 30. desember 2006.
Foreldrar hennar voru Björn Stefán Hólmsteinsson sjómaður útgerðarmaður á Raufarhöfn, f. 21. janúar 1926, d. 11. júlí 2006, og kona hans Jónína Ósk Pétursdóttir frá Kirkjubæ, húsfreyja, f. 12. nóvember 1926 á Oddstöðum, d. 24. maí 2016.
Börn Óskar og Björns:
1. Jóhanna Björnsdóttir læknir, f. 18. mars 1953, d. 3. desember 2006. Maður hennar Ásbjörn Sigfússon, látinn.
2. Pétur Björnsson framkvæmdastjóri, f. 11. ágúst 1955. Kona hans Margrét Þorvaldsdóttir.
3. Hólmsteinn Björnsson framkvæmdastjóri, f. 16. maí 1959. Kona hans Þorgerður Ása Tryggvadóttir.
4. Guðrún Rannveig Björnsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 16. maí 1959. Fyrrum maður hennar Bergur Júlíusson.
5. Lilja Valgerður Björnsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. október 1960. Maður hennar Jón Ómar Finnsson.
6. Birna Björnsdóttir húsfreyja, skólastjóri, f. 31. október 1968. Maður hennar Ríkharður Reynisson.
Jóhanna var með foreldrum sínum, en fór til Eyja 14 ára og lauk þar landsprófi.
Hún lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972 og prófum í læknisfræði í Háskóla Íslands 1979. Hún stundaði framhaldsnám í blóðmeinafræði í Stokkhólmi og öðlaðist sérfræðiréttindi í júní 1987.
Jóhanna stundaði á yngri árum síldarsöltun og verkakvennavinnu.
Hún var aðstoðarlæknir á kandídatsári sínu á Landspítalanum, Borgarspítalanum og Vífilsstaðaspítala. Hún var einnig aðstoðarlæknir í Lundúnum. Að þvi námi loknu varð hún sérfræðingur á rannsóknastofu í blóðmeinafræði og á blóðlækningadeild á Landspítalanum. Einnig vann hún um skeið á líknardeild Landspítalans, var stundakennari í læknadeild og í hjúkrunarfræðideild Háskólans.
Jóhanna sat í stjórn Læknafélags Reykjavíkur, var gjaldkeri blóðfræðifélags Íslands og um skeið sat hún í samninganefnd sjúkrahússlækna.
Þau Ásbjörn giftu sig 1974, eignuðust tvö börn.
Ásbjörn lést 2001 og Jóhanna 2006.
I. Maður Jóhönnu, (19. apríl 1974), var Ásbjörn Sigfússon læknir, sérfræðingur í ónæmisfræði, f. 13. desember 1948 í Hafnarfirði, d. 8. september 2001. Foreldrar hans voru Sigfús Sigmar Magnússon sjómaður, fiskimatsmaður í Hafnarfirði, f. 13. júlí 1905, d. 19. júní 1990, og Sigurást (Ásta) Ásbjörnsdóttir húsfreyja, verkakona, f. 27. nóvember 1910, d. 23. mars 1997.
Börn þeirra:
1. Ásta Ásbjörnsdóttir mannfræðingur, MBA-próf í menningarstjórnun, f. 25. janúar 1975.
2. Hulda Ásbjörnsdóttir læknir, f. 23. apríl 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Morgunblaðið 11. janúar 2007. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.