„Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ólöf ''Kristjana'' Gunnarsdóttir''' húsfreyja fæddist 18. júlí 1911 og lést 16. maí 2006.<br> Faðir hennar var Gunnar Einarsson bóndi í Marteinstungu í Holtum, f. 3. mars 1876, d. 24. nóvember 1961, bónda í Götu og Köldukinn í Holtum, f. 25. september 1827, d. 9. september 1903, Þorsteinssonar, og seinni konu Einars í Götu, Guðrúnar húsfreyju í Götu, f. 22. ágúst 1834, d. 2. september 1908, Ásbjörnsdóttur bónda í Tungu í Gaulverjabæjarhre...) |
m (Verndaði „Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. nóvember 2022 kl. 19:35
Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir húsfreyja fæddist 18. júlí 1911 og lést 16. maí 2006.
Faðir hennar var Gunnar Einarsson bóndi í Marteinstungu í Holtum, f. 3. mars 1876, d. 24. nóvember 1961, bónda í Götu og Köldukinn í Holtum, f. 25. september 1827, d. 9. september 1903, Þorsteinssonar, og seinni konu Einars í Götu, Guðrúnar húsfreyju í Götu, f. 22. ágúst 1834, d. 2. september 1908, Ásbjörnsdóttur bónda í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi, Þorsteinssonar.
Móðir Ólafar Kristjönu og kona, (17. desember 1910), Gunnars í Marteinstungu var Guðrún húsfreyja, f. 11. desember 1889 í Marteinstungu, d. 26. janúar 1983, Kristjánsdóttir bónda í Marteinstungu, f. 13. október 1845 í Litlu-Tungu, d. 21. nóvember 1919 í Marteinstungu, Jónssonar, og konu Kristjáns, (14. júní 1878), Ólafar húsfreyju, f. 5. desember 1852, d. 31. október 1909, Sigurðardóttur bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Ísleifssonar og konu Sigurðar, Ingibjargar Sæmundsdóttur Ögmundssonar (af Ásgarðsætt í Grímsnesi).
Þau Tómas giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðast á Brávallagötu 16a í Reykjavík.
Tómas lést 1964.
Ólöf Kristjana fluttist til Eyja 2001, dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hún lést 2006.
I. Maður Ólafar Kristjönu var Tómas Jochumsson stýrimaður, skipstjóri í Reykjavík, starfsmaður BÚR, f. 22. ágúst 1907, d. 16. nóvember 1964. Foreldrar hans voru Jochum Þórðarson skipstjóri, f. 26. janúar 1876, drukknaði í október 1915, og kona hans Diljá Tómasdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1881, d. 2. janúar 1969.
Barn þeirra:
1. Unnur Tómasdóttir hússtjórnarkennari, f. 29. mars 1943 í Reykjavík. Maður hennar Helgi Jón Magnússon trésmíðameistari frá Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, f. 22. febrúar 1934, d. 10. maí 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
- Íslendingabók.is.
- Unnur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.