Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir.

Ólöf Kristjana Gunnarsdóttir húsfreyja fæddist 18. júlí 1911 og lést 16. maí 2006.
Faðir hennar var Gunnar Einarsson bóndi í Marteinstungu í Holtum, f. 3. mars 1876, d. 24. nóvember 1961, bónda í Götu og Köldukinn í Holtum, f. 25. september 1827, d. 9. september 1903, Þorsteinssonar, og seinni konu Einars í Götu, Guðrúnar húsfreyju í Götu, f. 22. ágúst 1834, d. 2. september 1908, Ásbjörnsdóttur bónda í Tungu í Gaulverjabæjarhreppi, Þorsteinssonar.
Móðir Ólafar Kristjönu og kona, (17. desember 1910), Gunnars í Marteinstungu var Guðrún húsfreyja, f. 11. desember 1889 í Marteinstungu, d. 26. janúar 1983, Kristjánsdóttir bónda í Marteinstungu, f. 13. október 1845 í Litlu-Tungu, d. 21. nóvember 1919 í Marteinstungu, Jónssonar, og konu Kristjáns, (14. júní 1878), Ólafar húsfreyju, f. 5. desember 1852, d. 31. október 1909, Sigurðardóttur bónda á Barkarstöðum í Fljótshlíð, Ísleifssonar og konu Sigurðar, Ingibjargar Sæmundsdóttur Ögmundssonar (af Ásgarðsætt í Grímsnesi).

Þau Tómas giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu síðast á Brávallagötu 16a í Reykjavík.
Tómas lést 1964.
Ólöf Kristjana fluttist til Eyja 2001, dvaldi að síðustu í Hraunbúðum.
Hún lést 2006.

I. Maður Ólafar Kristjönu var Tómas Jochumsson stýrimaður, skipstjóri í Reykjavík, starfsmaður BÚR, f. 22. ágúst 1907, d. 16. nóvember 1964. Foreldrar hans voru Jochum Þórðarson skipstjóri, f. 26. janúar 1876, drukknaði í október 1915, og kona hans Diljá Tómasdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1881, d. 2. janúar 1969.
Barn þeirra:
1. Unnur Tómasdóttir hússtjórnarkennari, f. 29. mars 1943 í Reykjavík. Maður hennar Helgi Jón Magnússon trésmíðameistari frá Stóru-Heiði við Sólhlíð 19, f. 22. febrúar 1934, d. 10. maí 2018.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.is.
  • Unnur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.