„Ingvi Þór Guðjónsson (málarameistari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 10: Lína 10:
Börn Guðjóns og Sigurrósar, þriðju konu hans:<br>
Börn Guðjóns og Sigurrósar, þriðju konu hans:<br>
4. [[Guðný Svava Guðjónsdóttir]] myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945  á [[Strandberg]]i, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.<br>
4. [[Guðný Svava Guðjónsdóttir]] myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945  á [[Strandberg]]i, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.<br>
5. [[Helga Guðjónsdóttir (Strandbergi)|Helga Guðjónsdóttir]] skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49. Barnsfaðir Friðrik Sveinn Kristinsson. Sambúðarmaður Hannes Rafn Jónsson, látinn. <br>
5. [[Helga Guðjónsdóttir (Hásteinsvegi 49)|Helga Guðjónsdóttir]] skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49. Barnsfaðir Friðrik Sveinn Kristinsson. Sambúðarmaður Hannes Rafn Jónsson, látinn. <br>
6. [[Sigurður Þór Guðjónsson]],  f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.<br>
6. [[Sigurður Þór Guðjónsson]],  f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.<br>



Núverandi breyting frá og með 30. október 2022 kl. 16:33

Ingvi Þór Guðjónsson.

Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjómaður, farmaður, sjúkrahússráðsmaður fæddist 28. nóvember 1939 á Akureyri og lést 9. júní 2022 á Blönduósi.
Foreldrar hans voru Guðjón Vigfússon skipstjóri, f. 15. september 1902 á Grenivík, d. 26. nóvember 1996, og önnur kona hans Kristjana Jakobína Jakobsdóttir húsfreyja, f. 21. júní 1917, d. 4. mars 1997.

Börn Kristjönu og Guðjóns:
1. Birgir Guðjónsson læknir í Reykjavík, f. 8. nóvember 1938. Kona hans Heiður Vigfúsdóttir.
2. Ingvi Þór Guðjónsson málarameistari, sjúkrahússráðsmaður á Blönduósi, f. 28. nóvember 1939, d. 9. júní 2022. Kona hans Sigríður Baldursdóttir.
Barn Guðjóns og Mögdu Agnete Jensen, fyrstu konu hans:
3. Bergþóra Guðjónsdóttir húsfreyja á Húsavík, f. 27. maí 1932, d. 30. maí 2016. Maður hennar Höskuldur Sigurjónsson.
Börn Guðjóns og Sigurrósar, þriðju konu hans:
4. Guðný Svava Guðjónsdóttir myndlistarmaður, f. 1. ágúst 1945 á Strandbergi, d. 19. september 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Jónsson.
5. Helga Guðjónsdóttir skrifstofumaður, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49. Barnsfaðir Friðrik Sveinn Kristinsson. Sambúðarmaður Hannes Rafn Jónsson, látinn.
6. Sigurður Þór Guðjónsson, f. 10. október 1947 á Hásteinsvegi 49.

Ingvi Þór var með foreldrum sínum, en þau skildu. Hann var með föður sínum og Sigurrós í Eyjum, en var í sveit víða, stundum vetrarlangt.
Hann stundaði námi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík í eitt ár, hóf nám í málaraiðn hjá Lárusi Árnasyni á Akureyri 1967, lauk iðnskólaprófi þar. Ingvi Þór var við nám í Málaraskólanum í Reykjavík veturinn 1970-1971, lauk sveinsprófi 1971, öðlaðist meistararéttindi 1974.
Ingvi Þór fór ungur til sjós, var farmaður í mörg ár.
Hann vann við iðn sína á Blönduósi fyrstu árin, en varð síðan ráðsmaður á Héraðshæli A-Húnvetninga á Blönduósi og vann þar til starfsloka, ásamt því að keyra sjúkrabíl og vera kennari í skyndihjálp. Hann starfaði í björgunarsveitinni Blöndu, í Lionshreyfingunni á Blönduósi, Rauðakrossdeild A-Húnvetninga auk þess að stofna Skátafélagið Bjarma og gegna þar stöðu skátaforingja í tugi ára. Ingvi Þór rak einnig ferðaskrifstofu og var lengi umboðsmaður Icelandair.
Þau Sigríður giftu sig 1967, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu í Reykjavík, fluttu á Blönduós 1973, byggðu hús í Brekkubyggð 21 og bjuggu þar, en fluttu svo á Flúðabakka 3.
Ingvi Þór lést 2022.

I. Kona Ingva Þórs, (janúar 1967), er Sigríður Berglind Baldursdóttir húsfreyja, f. 6. júní 1946. Foreldrar hennar voru Baldur Árnason skipa- og húsasmíðameistari, f. 8. maí 1926, d. 4. apríl 2002, og sambúðarkona hans Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir frá Barði í Miðfirði, Hún., f. 21. apríl 1924, d. 30. nóvember 2009.
Börn þeirra:
1. Harpa Ingvadóttir leikskólastjóri, f. 9. júlí 1967. Maður hennar Hermann Þór Baldursson.
2. Helga Ingvadóttir leikskólastjóri, f. 29. júlí 1969. Kona hans Margrét Sigurðardóttir.
3. Þröstur Ingvason málari, starfsmaður Slippfélagsins, f. 9. apríl 1971. Kona hans Þorkatla Sigurðardóttir.
4. Magnús Valur Ómarsson, fóstursonur hjónanna, málarameistari, f. 31. desember 1978. Kona hans Ragnheiður Blöndal.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 2. júlí 2022. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.