„Geir Ólafsson (Landamótum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Erlendur ''Geir'' Ólafsson''' frá Landamótum við Vesturveg 3a, netagerðarmaður, síðast í Njarðvíkum, fæddist 27. ágúst 1945 á Landamótum og lést 16. september 1996. <br> Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson Erlendsson kaupmaður, verkstjóri, verslunarmaður, húsvörður, afreksmaður í íþróttum, f. 4. ágúst 1918, d. 11. október 1974, og kona hans Jórunn Þórunn Sigurðardóttir frá Hafnarnesi,...) |
m (Verndaði „Geir Ólafsson (Landamótum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 24. október 2022 kl. 17:40
Erlendur Geir Ólafsson frá Landamótum við Vesturveg 3a, netagerðarmaður, síðast í Njarðvíkum, fæddist 27. ágúst 1945 á Landamótum og lést 16. september 1996.
Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson Erlendsson kaupmaður, verkstjóri, verslunarmaður, húsvörður, afreksmaður í íþróttum, f. 4. ágúst 1918, d. 11. október 1974, og kona hans Jórunn Þórunn Sigurðardóttir frá Hafnarnesi, S.-Múl., húsfreyja, f. 27. október 1925, d. 3. ágúst 1967.
Geir var með foreldrum sínum í æsku, á Landamótum og á Bakkastíg 7.
Hann lauk skólaskyldunni 1960, vann einkum við netagerð.
Geir flutti til Reykjavíkur og síðan til í Njarðvíkur.
Þau Guðbjörg giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu við Hrauntún 29, en skildu.
Þau Jóna Margrét hófu sambúð, eignuðust eitt barn, en skildu.
Erlendur Geir lést 1996.
I. Kona Geirs, (skildu), er Guðbjörg Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. október 1946.
Barn þeirra:
1. Ólafur Geirsson smiður, umsjónarmaður hjá Reykjavíkurborg, f. 9. júlí 1969. Fyrrum sambúðarkona Ólafs er Erna Sóley Stefánsdóttir.
II. Sambúðarkona Geirs, (skildu), er Jóna Margrét Baldursdóttir sjúkraliði, f. 9. október 1956. Foreldrar hennar voru Baldur Guðmundsson kaupmaður, framkvæmdastjóri, f. 2. september 1915, d. 19. apríl 1983, og Sigurjóna Jóhannesdóttir húsfreyja, deildarstjóri, f. 28. maí 1916, d. 15. apríl 1987
Barn þeirra:
2. Gunnlaugur Óskar Geirsson húsamiður í Reykjavík, f. 9. júní 1985. Kona hans Eygló Smáradóttir Hansen.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gunnlaugur Óskar.
- Íslendingabók.
- Óskar Ólafsson.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.