„Ragnar Engilbertsson (málari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ragnar Engilbertsson. '''Ragnar Engilbertsson''' frá Hilmisgötu 3, málarameistari, listmálari fæddist 15. maí 1924 í Þinghól við Kirkjuveg 11 og lést 6. desember 2016 í Hraunbúðum.<br> Foreldrar hans voru Engilbert Gíslason málarameistari, listmálari, f. 12. október 1877 í Júlíushaab, d. 7. desember 1971, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (Hilmisgö...)
 
m (Verndaði „Ragnar Engilbertsson (málari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 11. október 2022 kl. 19:43

Ragnar Engilbertsson.

Ragnar Engilbertsson frá Hilmisgötu 3, málarameistari, listmálari fæddist 15. maí 1924 í Þinghól við Kirkjuveg 11 og lést 6. desember 2016 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Engilbert Gíslason málarameistari, listmálari, f. 12. október 1877 í Júlíushaab, d. 7. desember 1971, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Borg á Mýrum, A.-Skaft., húsfreyja, f. 18. ágúst 1886, d. 6. maí 1965.

Börn Guðrúnar og Engilberts voru:
1. Gísli Engilbertsson, f. 23. ágúst 1914 á Kirkjulandi, d. 3. desember 1918.
2. Sigurður Engilbertsson, f. 27. febrúar 1916 á Kirkjulandi, d. 27. febrúar 1916.
3. Sigurður Engilbertsson, f. 7. júlí 1917 í Langholti, d. 13. apríl 1918.
4. Gísli Engilbertsson, f. 28. apríl 1919 í Þinghól, d. 2. mars 2002.
5. Ásta Engilbertsdóttir húsfreyja, síðar í Danmörku, f. 15. júní 1922 í Þinghól, d. 21. desember 2002.
6. Ragnar Engilbertsson málari, verslunarmaður, f. 15. maí 1924 í Þinghól, d. 6. desember 2016.
7. Berta Guðrún Engilbertsdóttir húsfreyja, bókari, skrifstofustjóri í Reykjavík, f. 25. apríl 1926 í Þinghól, d. 23. desember 2013.

Ragnar var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam tvo vetur í Gagnfræðaskólanum, nam einnig í Handíða- og myndlistaskólanum árin 1943-1945 og síðar á Kongelig Kunstakademi í Kaupmannahöfn árin 1948-1951. Hann lærði málaraiðn hjá föður sínum.
Ragnar vann með föður sínum og Gísla bróður sínum við málaraiðn. Einnig verslaði hann og Gísli með málningu árum saman.
Ragnar bjó á Hilmisgötu 3, dvaldi að síðustu í Hraunbúðum. Hann lést 2016, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. desember 2016. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skýrsla um Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1930-1943.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.