„Þóranna Þórarinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þóranna Þórarinsdóttir''' frá Nýborg við Njarðarstíg 17, húsfreyja, fæddist þar 17. mars 1944. <br> Foreldrar hennar voru Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson frá Háeyri, verkamaður, f. 4. júlí 1910 í Nýborg, d. 8. nóvember 1970, og kona hans Elísabet Bjarnveig Guðbjörnsdóttir frá Bolungarvík, húsfreyja, f. þar 14. október 1914, d. 2. júlí 1990. Börn Elís...)
 
m (Verndaði „Þóranna Þórarinsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2022 kl. 20:03

Þóranna Þórarinsdóttir frá Nýborg við Njarðarstíg 17, húsfreyja, fæddist þar 17. mars 1944.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson frá Háeyri, verkamaður, f. 4. júlí 1910 í Nýborg, d. 8. nóvember 1970, og kona hans Elísabet Bjarnveig Guðbjörnsdóttir frá Bolungarvík, húsfreyja, f. þar 14. október 1914, d. 2. júlí 1990.

Börn Elísabetar og Þórarins:
1. Guðmundur Hörður Þórarinsson húsasmíðameistari, f. 10. desember 1936 að Háeyri, d. 26. september 1997.
2. Ásta Guðbjörg Þórarinsdóttir, f. 1. nóvember 1938 í Nýborg.
3. Óskar Þórarinsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 24. maí 1940 í Nýborg, d. 2. nóvember 2012.
4. Þóranna Þórarinsdóttir húsfreyja, f. 17. mars 1944 í Nýborg. Maður hennar Kristján Guðbjartsson Bergmann, f. 12. nóvember 1942, d. 30. júlí 2022. (Mbl. 25. 8. 2022)
5. Andvana drengur, f. 30. desember 1951 að Háeyri.
6. Andvana barn, f. 4. september 1954 að Háeyri.

Þóranna var með foreldrum sínum í æsku, flutti til Reykjavíkur 16 ára.
Hún var fiskverkakona í Eyjum, en síðar starfsmaður á Hrafnistu í Reykjavík og á Landspítala.
Þau Kristján giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau dvöldu síðast á Vesturbrún 39 í Reykjavík.
Kristján lést 2022.
Þóranna býr á Vesturbrún 39.

I. Maður Þórönnu, (12. nóvember 1964), var Kristján Guðbjartsson Bergmann vélstjóri, matreiðslumaður, innheimtustjóri, kaupmaður, f. 12 nóvember 1942, d. 30. júlí 2022. Foreldrar hans voru Guðbjartur Sigurgísli Bergmann Kristjánsson frá Reykjavík, f. 15. desember 1914, d. 20. júní 1967, og Vilborg Sveinsdóttir frá Kambi í Flóa, f. 2. febrúar 1917, d. 23. desember 1979.
Börn þeirra:
1. Þórarinn Jóhann Guðbjartsson Bergmann tölvufræðingur, kennari, f. 2. október 1964. Kona hans Jónína Gísladóttir.
2. Guðbjartur Kristján Kristjánsson Bergmann tölvufræðingur, kennari, f. 3. apríl 1966. Hann er ókvæntur.
3. Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir Bergmann lögfræðingur, f. 2. mars 1973. Hún er ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.