„Bjarni Sighvatsson (Aðalbóli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Bjarni Sighvatsson''' útvarpsvirki, kaupmaður, skrifstofumaður fæddist 19. júlí 1949 á Aðalbóli.<br> Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason bankamaður, bókari, aðalféhirðir, f. 5. júní 1919, d. 6. desember 1998, og kona hans Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925, d. 13. október 2021. Bjarni var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hann varð 4. bekkjar g...) |
m (Verndaði „Bjarni Sighvatsson (Aðalbóli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 15. ágúst 2022 kl. 17:51
Bjarni Sighvatsson útvarpsvirki, kaupmaður, skrifstofumaður fæddist 19. júlí 1949 á Aðalbóli.
Foreldrar hans voru Sighvatur Bjarnason bankamaður, bókari, aðalféhirðir, f. 5. júní 1919, d. 6. desember 1998, og kona hans Elín Jóhanna Ágústsdóttir húsfreyja, f. 12. júní 1925, d. 13. október 2021.
Bjarni var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1965, nam í Iðnskólanum einn vetur 1966-1967 í rafmagnsfræði, stundaði enskunám í Skotlandi í 6 mánuði 1968, síðan útvarpsvirkjun hjá Sigurbergi Hávarðssynin 1968-1971 og í Iðnskólanum í Reykjavík og á verkstæði 1973.
Bjarni vann hjá Heildverslun Karls Kristmanns 1966-1967.
Hann bjó á Brimhólabraut 18 1972.
Þau Áróra fluttu til Eyja 1974 og stofnuðu raftækjaverslunina Kjarna með Halldóri Inga Guðmundssyni og ráku í 7 ár, frá 1974-1983, er þau seldu hana Sigursteini Óskarssyni frá Hálsi og Sigríði Óskarsdóttur frá Höfn í Hornafirði.
Bjarni réðst verkamaður til Ísfélagsins í hálft ár 1983, en til Tangans 1984, var þar skrifstofumaður hjá umboði Eimskipafélagsins.
Hann var með Gámavinum, sem ráku umboð Samskipa og ferskfiskútflutning, vann hjá Íslandsflugi á flugvellinum 1995-2000 og hjá flugmálastjórn þar 2000-2004.
Bjarni starfaði hjá Flugmálastjórn, síðar Flugstoðum og síðar Isavia á Reykjavíkurflugvelli 2005-2019.
Hann var björgunarsveitarmaður á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í Eþýópíu í 6 mánuði 1985 og var í þjálfun í Noregi og
Kabúl í Afganistan í 5 mánuði á vegum Íslensku friðargæslunnar.
Þau Áróra giftu sig 1974, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Kirkjubæjarbraut 4, búa á Esjugrund 33 í Reykjavík.
I. Kona Bjarna, (15. júní 1974), er Áróra Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, ferðamálafulltrúi, frumkvöðull, ritari, f. 18. apríl 1953 að Hásteinsvegi 7.
Börn þeirra:
1. Sighvatur Bjarnason flugstjóri, f. 7. september 1975. Barnsmóðir hans Þórunn Jónsdóttir.
2. Ágúst Bjarnason sjómaður, f. 9. maí 1978, d. 10. desember 2006. Hann var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bjarni.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.