Ágúst Bjarnason (sjómaður)

From Heimaslóð
(Redirected from Ágúst Bjarnason)
Jump to navigation Jump to search
Ágúst Bjarnason.

Ágúst Bjarnason sjómaður fæddist 9. maí 1978 og lést af slysförum 10. desember 2006.
Foreldrar hans voru Bjarni Sighvatsson útvarpsvirki, kaupmaður, skrifstofumaður, f. 19. júlí 1949 á Aðalbóli, og kona hans Áróra Guðrún Friðriksdóttir húsfreyja, ferðamálafulltrúi, frumkvöðull, ritari, f. 18. apríl 1953 að Hásteinsvegi 7.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir skólagöngu var hann um skeið skiptinemi í Ghana, var sjómaður að aðalstarfi, vann með Björgunarfélaginu.
Hann lést 2006 í bifreiðaslysi.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.