„Sigríður Þóra Helgadóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 14: Lína 14:
2. [[Henný Júlía Herbertsdóttir]] húsfreyja, skrifstofustjóri í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.<br>
2. [[Henný Júlía Herbertsdóttir]] húsfreyja, skrifstofustjóri í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.<br>
3. [[Ágústa Benný Herbertsdóttir]] húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.<br>
3. [[Ágústa Benný Herbertsdóttir]] húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.<br>
4. [[Gunnar Herbertsson]] vélaverkfræðingur,  f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.
4. [[Gunnar Herbertsson (verkfræðingur)|Gunnar Herbertsson]] vélaverkfræðingur,  f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 9. ágúst 2022 kl. 13:29

Sigríður Þóra Helgadóttir.

Sigríður Þóra Helgadóttir frá Helgusöndum u. Eyjafjöllum, húsfreyja fæddist þar 3. september 1926 og lést 4. mars 2022 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Helgi Jónasson bóndi á Helgusöndum og í Seljalandsseli, f. 7. maí 1894, d. 4. janúar 1987, og kona hans Guðlaug Sigurðardóttir húsfeyja, f. 16. nóvember 1889, d. 8. október 1980.

Sigríður var með foreldrum sínum í æsku, á Helgusöndum og í Seljalandsseli.
Hún flutti til Eyja 1945.
Þau Herbert giftu sig 1946, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Núpsdal og á Hólagötu 4, en skildu 1961.
Sigríður flutti til Lands 1961 með börnin. Hún vann hjá Kaupfélagi Rangæinga á Rauðalæk í Holtum, tók að sér rekstur mötuneytisins þar, en 1965 flutti hún til Þorlákshafnar og starfaði í mötuneyti Meitilsins, bjó þar á Skálholtsbraut 13, en 1980 flutti hún til Reykjavíkur, bjó við Háaleitisbraut og starfaði á Landakotsspítala til starfsloka vegna aldurs.
Sigríður Þóra dvaldi síðast á Grund. Þar lést hún 2022.

I. Maður Sigríðar Þóru, (17. október 1946), var Herbert Jóhann Sveinbjörnsson frá Núpsdal við Brekastíg 18, bifvélavirki, f. 9. júlí 1925, d. 12. janúar 1984.
Börn þeirra:
1. Guðlaug Helga Herbertsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 5. október 1946 í Núpsdal. Maður hennar Guðmundur Þ. Halldórsson.
2. Henný Júlía Herbertsdóttir húsfreyja, skrifstofustjóri í Garðabæ, f. 14. maí 1952 í Núpsdal. Maður hennar Reynir Sigurjónsson.
3. Ágústa Benný Herbertsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, býr í Kópavogi, f. 25. september 1956 á Hólagötu 4. Maður hennar Eyþór Björgvinsson.
4. Gunnar Herbertsson vélaverkfræðingur, f. 30. maí 1958 á Hólagötu 4. Kona hans Sigrún Einarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.