„Margrét Rósa Kjartansdóttir (Húsavík)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Margrét Rósa Kjartansdóttir''' frá Húsavík við Urðaveg 28a, húsfreyja á Staðarbakka í Helgafellssveit á Snæfellsnesi fæddist 25. febrúar 1936 í Húsavík.<br> Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson frá Miðhúsum, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, f. 17. september 1894 í Reykjavík, d. 3. ágúst 1960, og kona hans Helga Jónsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 18....) |
m (Verndaði „Margrét Rósa Kjartansdóttir (Húsavík)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 3. febrúar 2022 kl. 13:47
Margrét Rósa Kjartansdóttir frá Húsavík við Urðaveg 28a, húsfreyja á Staðarbakka í Helgafellssveit á Snæfellsnesi fæddist 25. febrúar 1936 í Húsavík.
Foreldrar hennar voru Kjartan Ólafsson frá Miðhúsum, yfirfiskimatsmaður í Húsavík, f. 17. september 1894 í Reykjavík, d. 3. ágúst 1960, og kona hans Helga Jónsdóttir frá Siglufirði, húsfreyja, f. 18. júlí 1902, d. 29. desember 1949.
Barn Kjartans Ólafssonar:
1. Henning Kristinn Kjartansson verslunar-og verkstæðiseigandi í Keflavík, f. 3. desember 1919, d. 8. apríl 2010.
Börn Kjartans og Helgu Jónsdóttur:
2. Jón Ólafur Kjartansson verkamaður, vélstjóri, fiskimatsmaður, verkalýðsforingi, f. 16. júlí 1930 á Eystri-Oddsstöðum, d. 13. desember 2016.
3. Brynjólfur Kjartansson, f. 1. júlí 1931 á Eystri-Oddsstöðum, d. 12. júní 1934.
4. Margrét Rósa Kjartansdóttir húsfreyja og bóndi á Staðarbakka á Snæfellsnesi, f. 25. febrúar 1936 í Húsavík.
Margrét Rósa var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Sigurður hófu búskap í Eyjum, eignuðust sex börn. Þau bjuggu í Hábæ, fluttu að Brimilsvöllum í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 1961 og voru bændur þar, að Staðarbakka fluttu þau 1964 og bjuggu þar til 2020.
Sigurður lést 2020.
I. Maður Margrétar Rósu var Sigurður Hjartarson frá Vík á Skagaströnd, sjómaður, bústjóri, bóndi, f. 7. febrúar 1930, d. 1. ágúst 2020 á Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi.
Börn þeirra:
1. Ólafur Sigurðsson, f. 6. júlí 1956. Fyrrum kona hans Edda Ársælsdóttir.
2. Ásta Sigurðardóttir, f. 5. janúar 1960. Fyrrum sambúðarmaður Júlíus Sigmar Konráðsson. Sambúðarmaður hennar Guðjón Vilhjálmsson Hjaltalín.
3. Hjörtur Sigurðsson, 3. ágúst 1961. Kona hans Eygló Kristjánsdóttir.
4. Guðlaug Sigurðardóttir, f. 7. ágúst 1963. Maður hennar Jóhannes Eyberg Ragnarsson.
5. Sveinbjörg Helga Sigurðardóttir, f. 6. júlí 1967.
6. Klemens Georg Sigurðsson, f. 9. maí 1973. Kona hans Halldóra Halldórsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 25. ágúst 2020. Minning Sigurðar.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.