„Gottskálk Hreiðarsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 22: Lína 22:
4. [[Sigurjón Gottskálksson (Hraungerði)|Sigurjón Gottskálksson]] formaður í Hraungerði, f. 21. mars 1910, d. 13. febrúar 1995, ókvæntur.<br>
4. [[Sigurjón Gottskálksson (Hraungerði)|Sigurjón Gottskálksson]] formaður í Hraungerði, f. 21. mars 1910, d. 13. febrúar 1995, ókvæntur.<br>
Fósturbarn Gottskálks var systursonur hans<br>
Fósturbarn Gottskálks var systursonur hans<br>
5. [[Guðjón Ólafsson (Stóra-Hofi)|Guðjón Ólafsson]] síðar bóndi á Stóra-Hofi, f. 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð, d. 24. desember 1985.
5. [[Guðjón Ólafsson (Stóra-Hofi)|Guðjón Ólafsson]] síðar bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, f. 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð, d. 24. desember 1985.
    
    
II. Síðari kona Gottskálks var [[Ingibjörg Jónsdóttir (Hraungerði)|Ingibjörg Jónsdóttir]] húsfreyja í Hraungerði, f. 20. mars 1873, d. 5. maí 1969. <br>
II. Síðari kona Gottskálks var [[Ingibjörg Jónsdóttir (Hraungerði)|Ingibjörg Jónsdóttir]] húsfreyja í Hraungerði, f. 20. mars 1873, d. 5. maí 1969. <br>

Útgáfa síðunnar 14. janúar 2022 kl. 21:06



Gottskálk og Sigurbjörg.

Gottskálk Hreiðarsson bóndi í Vatnshól í A-Landeyjum og síðan sjómaður í Hraungerði fæddist 5. nóvember 1867 í Stóru-Hildisey í A-Landeyjum og lést 22. maí 1936.

Faðir hans var Hreiðar bóndi í Stóru-Hildisey, f. 15. september 1844, d. 13. mars 1910 í Vatnshól, Hreiðarson bónda í Hvammi í Landssveit, f. 21. júní 1810, d. 15. nóvember 1848, Hreiðarssonar bónda í Skarðsseli í Landssveit, f. 1778, d. 19. júlí 1843, Helgasonar, og konu Hreiðars í Skarðsseli, (9. júní 1808), Málhildar húsfreyju, skírð 5. júní 1778, d. 15. október 1841, Benediktsdóttur.
Móðir Hreiðars í Stóru-Hildisey og kona Hreiðars í Hvammi var Arndís húsfreyja, f. 20. nóvember 1822 á Grímsstöðum í Meðallandi, V-Skaft., d. 3. október 1912 í Eyjum, Jónsdóttir bónda á Grímsstöðum, f. 1788 á Undirhrauni í Meðallandi, d. 24. maí 1854 á Grímsstöðum, Ólafssonar, og fyrri konu Jóns, (25. september 1811), Þuríðar húsfreyju, f. 1788 á Hofi í Öræfum, d. 3. maí 1847 á Grímsstöðum, Aradóttur.

Móðir Gottskálks Hreiðarssonar og kona Hreiðars í Stóru-Hildisey, (7. október 1870), var Ragnhildur húsfreyja, f. 11. mars 1836 í Stóru-Hildisey, d. 1. júní 1894, Gottskálksdóttir bónda og formanns í Stóru-Hildisey, f. 14. október 1808, d. 23. apríl 1862 í lendingu við Sandinn, Gottskálkssonar bónda í Stóru-Hildisey, f. 1748, d. 7. mars 1816, Ormssonar, og síðari konu Gottskálks Ormssonar, (4. október 1810), Sólrúnar húsfreyju, skírð 7. maí 1780, d. 4. ágúst 1825, Gunnarsdóttur.
Móðir Ragnhildar í Stóru-Hildisey og kona Gottskálks Gottskálkssonar, (8. nóvember 1828), var Ragnhildur húsfreyja, f. 1. apríl 1797, d. 7. júlí 1868 í Stóru-Hildisey, Þorleifsdóttir bónda á Grímsstöðum í V-Landeyjum, f. 1768, d. 21. mars 1798, Ormssonar, og konu Þorleifs á Grímsstöðum, Ástu húsfreyju, f. 1760, d. 24. apríl 1852, Einarsdóttur.

Gottskálk Hreiðarsson var með foreldrum sínum í Stóru-Hildisey 1870 og 1880, sjómaður með þeim í Vatnshól 1890.
Þau Sigurbjörg tóku við búi í Vatnshól 1895. Eftir lát hennar 1910 bjó Gottskálk þar til ársins 1912, en fluttist þá að Hraungerði í Eyjum og bjó þar síðan. Hann hafði setið í stjórn Búnaðarfélags Austur-Landeyinga og í hreppsnefnd.
Í Eyjum stundaði hann sjómennsku og var formaður á áraskipi og var síðasti formaður á áraskipi á vertíð í Eyjum.

Gottskálk var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 11. september 1867, d. 25. júní 1910. Hún var ættuð undan Eyjafjöllum, dóttir Sigurðar Sigurðssonar bónda í Hvammi og konu hans Dýrfinnu Kolbeinsdóttur.
Börn þeirra voru:
1. Sigurður Gottskálksson bóndi í Norðurbænum á Kirkjubæ, f. 23. ágúst 1894, d. 5. apríl 1955, kvæntur Dýrfinnu Ingvarsdóttur húsfreyju, f. 7. júlí 1900, d. 1. desember 1986.
2. Hreiðar Gottskálksson bóndi á Hulduhólum í Mosfellssveit, f. 9. apríl 1896, d. 27. júní 1975, kvæntur Helgu Björnsdóttur.
3. Ragnhildur Gottskálksdóttir, f. 18. október 1899, d. 21. sama mánaðar.
4. Sigurjón Gottskálksson formaður í Hraungerði, f. 21. mars 1910, d. 13. febrúar 1995, ókvæntur.
Fósturbarn Gottskálks var systursonur hans
5. Guðjón Ólafsson síðar bóndi á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, f. 1. ágúst 1903 á Barkarstöðum í Fljótshlíð, d. 24. desember 1985.

II. Síðari kona Gottskálks var Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Hraungerði, f. 20. mars 1873, d. 5. maí 1969.
Þau Gottskálk voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.