„Margrét Gunnarsdóttir (Reynifelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 21: Lína 21:
8. [[Arnmundur Óskar Þorbjörnsson]] netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. 18. apríl 1922, d. 3. júlí 2014. <br>
8. [[Arnmundur Óskar Þorbjörnsson]] netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. 18. apríl 1922, d. 3. júlí 2014. <br>
Fósturdóttir hjónanna, dóttir [[Gústav Stefánsson (Bergholti)|Gústavs Stefánssonar]] og Solveigar Guðmundsdóttur saumakonu í Reykjavík, f. 12. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1939:<br>
Fósturdóttir hjónanna, dóttir [[Gústav Stefánsson (Bergholti)|Gústavs Stefánssonar]] og Solveigar Guðmundsdóttur saumakonu í Reykjavík, f. 12. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1939:<br>
9. [[Sigríður Hermanns]] á Akureyri, f. 17. júlí 1926.  
9. [[Sigríður Hermanns]] á Akureyri, f. 17. júlí 1926. d. 18. ágúst 2017.  
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].  

Núverandi breyting frá og með 29. desember 2021 kl. 13:58

Margrét Gunnarsdóttir á Reynifelli, húsfreyja fæddist 13. febrúar 1880 á Sperðli í V-Landeyjum og lést 25. september 1947.
Foreldrar hennar voru Gunnar Guðmundsson bóndi, f. 28. október 1848, d. 7. janúar 1923, og kona hans Ingveldur Jónsdóttir húsfreyja, f. 1841, d. 29. maí 1907.

Bróðir Margrétar var
1. Kristján Gunnarsson verkamaður á Brekku, síðar á Oddeyri, f. 13. júní 1882, d. 26. ágúst 1976.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku, var vinnukona hjá þeim 1901.
Hún fluttist til Eyja 1907, vinnukona. Þau Þorbjörn giftu sig 1908 og voru í Fagurhól í lok árs. Þar fæddist Arnmundur Óskar fyrri 1909 og lést 1911, og Guðsteinn fæddist þar 1910. Guðrún fæddist þar 1912, en þau voru komin að að Reynifelli í lok ársins. Þar bjuggu þau síðan.
Margrét lést 1947, en Þorbjörn 1965.

Maður Margrétar, (1908), var Þorbjörn Arnbjörnsson verkamaður, póstur, f. 8. október 1886, d. 10. nóvember 1965.
Börn þeirra:
1. Arnmundur Óskar Þorbjörnsson, f. 9. apríl 1909, d. 23. júní 1911.
2. Guðsteinn Ingvar Þorbjörnsson, f. 6. september 1910, d. 14. febrúar 1995.
3. Guðrún Þorbjörnsdóttir húsfreyja, sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, f. 20. júní 1912 í Fagurhól, d. 13. ágúst 1996.
4. Elísabet Sóley Þorbjörnsdóttir, f. 10. apríl 1914 á Reynifelli, d. 21. febrúar 1915.
5. Elísabet Arnbjörg Þorbjörnsdóttir, f. 22. september 1915, d. 9. nóvember 1936.
6. Sóley Ingveldur Sigurbjörg Þorbjörnsdóttir húsfreyja í Kaupmannahöfn, f. 4. mars 1917 á Reynifelli, d. 30. janúar 1996.
7. Jóna Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Siglufirði, f. 1. nóvember 1919 á Reynifelli, d. 15. júní 1950.
8. Arnmundur Óskar Þorbjörnsson netagerðarmeistari, útgerðarmaður, f. 18. apríl 1922, d. 3. júlí 2014.
Fósturdóttir hjónanna, dóttir Gústavs Stefánssonar og Solveigar Guðmundsdóttur saumakonu í Reykjavík, f. 12. nóvember 1902, d. 10. nóvember 1939:
9. Sigríður Hermanns á Akureyri, f. 17. júlí 1926. d. 18. ágúst 2017.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.