„Ástþór Hlöðversson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|150px|''Ástþór Hlöðversson. '''Ástþór Hlöðversson''' matsveinn, rafvirki fæddist 20. mars 1966 í Eyjum og lést 17. febrúar 202...) |
m (Verndaði „Ástþór Hlöðversson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. desember 2021 kl. 15:04
Ástþór Hlöðversson matsveinn, rafvirki fæddist 20. mars 1966 í Eyjum og lést 17. febrúar 2021 á Landspítalanum.
Foreldrar hans eru Hlöðver Pálsson frá Þingholti, byggingameistari, húsasmiður, f. 15. apríl 1938, og kona hans Sonja Margrét Gränz frá Jómsborg, húsfreyja, aðstoðarforstöðukona, f. 24. ágúst 1939.
Börn Sonju og Hlöðvers:
1. Ólafur Ómar Hlöðversson trésmíðameistari, f. 28. nóvember 1959 í Eyjum. Barnsmóðir er María Sveinbjörg Viggósdóttir. Kona er Sigríður Thorsteinson.
2. Geir Sigurpáll Hlöðversson verkfræðingur, f. 3. janúar 1964 í Eyjum. Kona hans er Jóna Lind Sævarsdóttir.
3. Ástþór Hlöðversson matsveinn, f. 20. mars 1966 í Eyjum. Kona hans er Sigríður Helga Guðmundsdóttir.
4. Vignir Þröstur Hlöðversson matsveinn, f. 25. maí 1967 í Eyjum. Fyrri kona er Guðlaug Hrafnsdóttir. Síðari kona er Lilja Björk Hauksdóttir.
6. Hlöðver Hlöðversson verkfræðingur, f. 16. mars 1972 í Hafnarfirði. Kona hans er Margrét Perla Kolka Leifsdóttir.
7. Róbert Karl Hlöðversson vinnur við vörumerkingar hjá Samhentir, f. 12. október 1978 í Reykjavík. Kona hans er Erla María Árnadóttir.
8. Víóletta Ósk Hlöðversdóttir læknir, f. 18. nóvember 1979 í Reykjavík. Maður hennar er Sverrir Örn Gunnarsson.
Ástþór var með foreldrum sínum í æsku, á Kirkjuvegi 26, ólst síðan upp í Garðabæ.
Hann lærði matreiðslu í Skútunni í Hafnarfirði og útskrifaðist matsveinn í Hótel- og veitingaskóla Íslands 1987.
Ástþór lærði rafvirkjun samhliða störfum við matreiðslu, lauk bóklega hluta þess 1999. Hann hætti veitingastörfum, lauk rafvirkjanáminu í febrúar 2017.
Eftir matreiðsluprófið fluttu þau Helga til Noregs og unnu þar á veitingastað í miðborg Óslóar. Eftir heimkomu vann hann á Smurstofunni Vogum, sem síðar sameinaðist Max1, vann þar til 2015, en hóf þá rafvirkjavinnu hjá Trefjum.
Ástþór stundaði mikið tónlist, lék á kontrabassa, söng og samdi lög og texta í hljómsveitinni Strákarnir hans Sævars.
Þau Sigríður Helga giftu sig 1993, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu síðast á Erluási 28 í Hafnarfirði.
Ástþór lést 2021. Helga býr á Erluási.
I. Kona Ástþórs, (9. október 1993), er Sigríður Helga Guðmundsdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 11. ágúst 1967. Foreldrar hennar eru Guðmundur Tr. Ólafsson, f. 9. janúar 1946, og kona hans Alda Hauksdóttir húsfreyja, f. 21. september 1945.
Börn þeirra:
1. Hilmar Ástþórsson, f. 31. mars 1991. Sambúðarkona hans Rakel Svala Gísladóttir.
2. Elva Björk Ástþórsdóttir, f. 23. júlí 1995. Maður hennar Wade Barrett Lee.
3. Berglind Alda Ástþórsdóttir, f. 9. apríl 1999. Unnusti hennar Styr Orrason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 1. mars 2021. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.