„Árni Magnús Emilsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Árni Emilsson og Þórunn.jpg|thumb|300px|''Árni Magnús og Þórunn Björg.]]
[[Mynd:Árni Emilsson og Þórunn.jpg|thumb|300px|''Árni Magnús og Þórunn Björg.]]
'''Árni Magnús Emilsson''' frá [[Stóri-Hvammur|Stóra-Hvammi]],  íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri fæddist 14. apríl 1943 á [[Skólavegur|Skólavegi 1, Vöruhúsinu]]. <br>
'''Árni Magnús Emilsson''' frá [[Stóri-Hvammur|Stóra-Hvammi]],  íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri fæddist 14. apríl 1943 á [[Skólavegur|Skólavegi 1, Vöruhúsinu]] og lést 17. febrúar 2021. <br>
Foreldrar hans voru [[Emil Jóhann Magnússon]] kaupmaður, f. 25. júlí 1921 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 8. febrúar 2001, og kona hans [[Ágústa Kristín Árnadóttir (Stóra-Hvammi)|Ágústa Kristín Árnadóttir]] frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, d. 27. október 2014.
Foreldrar hans voru [[Emil Jóhann Magnússon]] kaupmaður, f. 25. júlí 1921 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 8. febrúar 2001, og kona hans [[Ágústa Kristín Árnadóttir (Stóra-Hvammi)|Ágústa Kristín Árnadóttir]] frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, d. 27. október 2014.



Núverandi breyting frá og með 21. desember 2021 kl. 14:50

Árni Magnús og Þórunn Björg.

Árni Magnús Emilsson frá Stóra-Hvammi, íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri fæddist 14. apríl 1943 á Skólavegi 1, Vöruhúsinu og lést 17. febrúar 2021.
Foreldrar hans voru Emil Jóhann Magnússon kaupmaður, f. 25. júlí 1921 á Búðareyri í Reyðarfirði, d. 8. febrúar 2001, og kona hans Ágústa Kristín Árnadóttir frá Stóra-Hvammi, húsfreyja, f. 6. ágúst 1921, d. 27. október 2014.

Börn Ágústu Kristínar og Emils Jóhanns:
1. Aðalheiður Rósa Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, flugfreyja, f. 25. mars 1942 í Stóra-Hvammi, d. 1. júní 2008. Fyrrum maður hennar Óskar Ásgeirsson. Maður hennar Baldvin Grendal Magnússon.
2. Árni Magnús Emilsson íþróttakennari, verslunarmaður, sveitarstjóri, framkvæmdastjóri, útibússtjóri, f. 14. apríl 1943 á Skólavegi 1. Kona hans Þórunn B. Sigurðardóttir.
3. Aagot Emilsdóttir húsfreyja, bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, f. 2. mars 1945 í Stóra-Hvammi, d. 27. júní 2012. Fyrrum maður hennar, (skildu) er Ingþór Hallbjörn Ólafsson. Maður hennar var Guðmundur Freyr Halldórsson, látinn. Sambýlismaður Árni Þ. Sigurðsson.
4. Hrund Emilsdóttir, f. 22. febrúar 1946, d. 10. júní 1953.
5. Gísli Már Gíslason verkfræðingur, bókaútgefandi, kjörbarn Ráðhildar og Gísla Þorsteinssonar, f. 8. janúar 1947 á Þórshöfn á Langanesi. Kona hans Sigrún Valbergsdóttir.
6. Ágústa Hrund Emilsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, kaupmaður, f. 5. janúar 1948. Fyrrum sambýlismaður Gunnar Richter. Barnsfaðir Guðmundur Svavarsson. Barnsfaðir Jón Árni Hjartarson. Sambýlismaður hennar Árni Þórólfsson.
7. Emil Emilsson viðskiptafræðingur, útibússtjóri, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækis, f. 7. febrúar 1959. Kona hans Sigríður Erla Jónsdóttir.

Árni Magnús var með foreldrum sínum í æsku, á Vöruhúsinu við Skólaveg 1 og í Stóra-Hvammi.
Hann fluttist með þeim á Þórshöfn 1945 og Grundarfjörð 1952. Árni nam við barnaskóla Þórshafnar og Grundarfjarðar, lauk landsprófi í Skógaskóla. Hann stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík um skeið, en hætti þar, fór í lýðháskóla í Lófóten í Noregi.
Árni lauk námi í Íþróttakennaraskóla Íslands að Laugarvatni 1962.
Hann var í sveit á sumrin frá fjögurra til 14 ára aldurs að Sætúni á Langanesi hjá bændunumVigfúsi Jósefssyni og Ragnheiði Jóhannsdóttur. Þá var hann á síldveiðum frá Grundarfirði í sjö sumur, fyrst hjá Soffaníasi Cecilssyni á Grundfirðingi II., þá hjá Guðmundi Runólfssyni á Runólfi og síðan með Hinriki Elbergssyni, skipstjóra á Gnýfara.
Árni Magnús kenndi við Barnaskóla Grundarfjarðar um skeið frá 1963, vann við verslun föður síns.
Hann var sveitarstjóri í Grundarfirði 1970-1979, var framkvæmdastjóri fiskvinnslufyrirtækisins Sæfangs þar 1979-1982, útibússtjóri Búnaðarbankans í Grundarfirði 1982-1986.
Hann flutti í Garðabæ 1986, tók við útibússtjórastarfi hjá Búnaðarbankanum þar 1986 og gegndi því til 2002, varð þá útibússtjóri aðalbanka Kaupþings í Austurstræti og gegndi til 2004, síðan Landsbankans 2004-2010.
Hann hefur mikinn skákáhuga, hefur verið í félagsstarfi og staðið fyrir skákmótum, t.d. í tilefni af 200 ára verslunarsögu Grundarfjarðar, og er upphafsmaður að Friðriksmótinu, sem haldið hefur verið á vegum Landsbankans frá 70 ára afmæli Friðriks Ólafssonar.
Árni æfði og keppti í knattspyrnu, körfubolta og ýmsum öðrum greinum íþrótta á yngri árum sínum.
Árni Magnús hefur tekið gildan þátt í stjórnmálalífi, unnið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, var einn af stofnendum Félags ungra Sjálfstæðismann á Vesturlandi og formaður þess um skeið, starfaði í sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ, sótt landsfundi um áratuga skeið. Hann sat í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og var formaður Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi um skeið.
Árni var einn af stofnendum skipafélagsins Nes h.f 1974.
Ásamt Sturlu Böðvarssyni ritstýrði hann fjögurra binda riti, Ísland, atvinnuhættir og menning 2010, útgefið 2018.
Þau Þórunn giftu sig 1963, eignuðust þrjú börn. Þau búa að Arnarási 12 í Garðabæ.

I. Kona Árna Magnúsar, (25. desember 1963), er Þórunn Björg Sigurðardóttir húsfreyja, tónmenntakennari, f. 1. júlí 1943 á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru Sigurður Árnason bóndi, f. 14. júlí 1900 á Sámsstöðum, d. 10. september 2000, og kona hans Oda Hildur Árnason húsfreyja, f. 25. maí 1913 í Maribo á Lálandi í Danmörku, d. 23. janúar 2003.
Börn þeirra:
1. Orri Árnason arkitekt í Reykjavík, f. 8. ágúst 1964. Kona hans Anna Rún Ingvarsdóttir.
2. Arna Árnadóttir húsfreyja, rekur spænskuskóla ásamt eiginmanni sínum á Tarifa á Spáni. Maður hennar Javier Varela.
3. Ágústa Rós Árnadóttir húsfreyja, sagnfræðingur, f. 10. nóvember 1977. Maður hennar Svavar Jósefsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.