„Jón Jónsson (Háagarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 14: Lína 14:
2. Bjarni bóndi á Strönd á Rangárvöllum, f. 21. febrúar 1799,  
2. Bjarni bóndi á Strönd á Rangárvöllum, f. 21. febrúar 1799,  
d. 25. apríl 1877, kvæntur Þuríði Eyjólfsdóttur, f. 22. ágúst 1794, d. 5. júlí 1863.<br>Bjarni var faðir [[Samúel Bjarnason mormónaprestur|Samúels Bjarnasonar]] mormónaprests og bónda í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum]] við [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], síðar bónda í Utah.<br>
d. 25. apríl 1877, kvæntur Þuríði Eyjólfsdóttur, f. 22. ágúst 1794, d. 5. júlí 1863.<br>Bjarni var faðir [[Samúel Bjarnason mormónaprestur|Samúels Bjarnasonar]] mormónaprests og bónda í [[Garðar við Kirkjubæ|Görðum]] við [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], síðar bónda í Utah.<br>
3. Guðbrandur bóndi á Fossi í Mýrdal, f. 6. apríl 1891, d. 21. maí 1840, kvæntur Gróu Vigfúsdóttur.<br>
3. Guðbrandur bóndi á Fossi í Mýrdal, f. 1802, d. 21. maí 1840, kvæntur Gróu Vigfúsdóttur.<br>


II. Síðari kona Jóns, (9. júlí 1816), var [[Kristín Stefánsdóttir (Háagarði)|Kristín Stefánsdóttir]] húsfreyja í [[Háigarður|Háagarði]], f. 1779, d. 14. júlí 1869. Þau Jón voru barnlaus.<br>  
II. Síðari kona Jóns, (9. júlí 1816), var [[Kristín Stefánsdóttir (Háagarði)|Kristín Stefánsdóttir]] húsfreyja í [[Háigarður|Háagarði]], f. 1779, d. 14. júlí 1869. Þau Jón voru barnlaus.<br>  

Núverandi breyting frá og með 6. desember 2021 kl. 20:20

Jón Jónsson bóndi í Háagarði, fæddist 1768 á Ægissíðu, Rang., skírður 3. apríl það ár, og lést á Galtalæk á Landi 28. febrúar 1845.
Foreldrar Jóns í Háagarði voru Jón Þorsteinsson bóndi á Víkingslæk á Rangárvöllum, Arnþórsson, kona hans Guðrún, f. 1716, d. 1778, Brandsdóttir bónda á Rimahúsum undir Eyjafjöllum, Bjarnasonar.

Jón reisti bæ í Keldnaseli á Rangárvöllum og bjó þar 1798-1799, á Núpi þar 1799-1804.
Hann var bóndi í Háagarði í Eyjum 1816-1835. Þar voru þau Kristín á mt. 1816.
Síðast var Jón húsmaður á Galtalæk á Landi hjá Margréti dóttur sinni og Árna Finnbogasyni og lést þar 1845.

Jón var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona Jóns var (24. maí 1798) Valgerður Guðbrandsdóttir, f. 1761, d. 16. apríl 1801.
Foreldrar hennar voru Guðbrandur bóndi á Geirlandi á Síðu, (flúði í Móðuharðindunum vestur í sveitir), síðar á Lágafelli í A-Landeyjum og víðar sunnanlands, síðast á Brú í Stokkseyrarhreppi, f. um 1728, d. 5. maí 1804 á Brú, Eiríksson bónda í Hörgsdal á Síðu, f. 1691, Bjarnasonar bónda á Geirlandi, f. 1655, Eiríkssonar og fyrri konu Bjarna, Fídesar Þorláksdóttur.
Móðir Valgerðar og fyrsta kona Guðbrands var Katrín húsfreyja, f. 1723, Vigfúsdóttir bónda á Hæðargarði í Landbroti, V-Skaft., f. 1653, Órækjusonar bónda á Arnardrangi þar Vigfússonar. Kona Vigfúsar Órækjusonar og móðir Katrínar var Valgerður Jónsdóttir, f. 1688.
Börn þeirra Jóns og Valgerðar voru:
1. Margrét, f. 27. apríl 1797, d. 24. mars 1860, gift Árna Finnbogasyni bónda á Galtalæk á Landi.
2. Bjarni bóndi á Strönd á Rangárvöllum, f. 21. febrúar 1799, d. 25. apríl 1877, kvæntur Þuríði Eyjólfsdóttur, f. 22. ágúst 1794, d. 5. júlí 1863.
Bjarni var faðir Samúels Bjarnasonar mormónaprests og bónda í Görðum við Kirkjubæ, síðar bónda í Utah.
3. Guðbrandur bóndi á Fossi í Mýrdal, f. 1802, d. 21. maí 1840, kvæntur Gróu Vigfúsdóttur.

II. Síðari kona Jóns, (9. júlí 1816), var Kristín Stefánsdóttir húsfreyja í Háagarði, f. 1779, d. 14. júlí 1869. Þau Jón voru barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi, bls. 202. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Landeyingabók - A-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur–Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
  • Manntöl.
  • Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.