„Ágúst Erlingsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ágúst Erlingsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Ágúst Erlingsson.jpg|thumb|150px|''Ágúst Erlingsson.]]
[[Mynd:Ágúst Erlingsson.jpg|thumb|150px|''Ágúst Erlingsson.]]
'''Ágúst Erlingsson''' þungavinnuvélastjóri, slökkviliðsmaður fæddist 4. október 1954 og lést 25. september 2018 á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn.<br>
'''Ágúst Erlingsson''' þungavinnuvélastjóri, slökkviliðsmaður fæddist 4. október 1954 og lést 25. september 2018 á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn.<br>
Foreldrar hans voru [[Erling Adólf Ágústsson]] rafvirki, tónlistarmaður, f. 9. ágúst 1930 í [[Nýhöfn]], d. 8. janúar 1999, og kona hans [[Ingibjörg Gísladóttir (Hvanneyri)|Ingibjörg Kristín Gísladóttir]] frá [[Hvanneyri]], húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, f. 11. apríl 1935, d. 4. janúar 2021.  
Foreldrar hans voru [[Erling Adolf Ágústsson]] rafvirki, tónlistarmaður, f. 9. ágúst 1930 í [[Nýhöfn]], d. 8. janúar 1999, og kona hans [[Ingibjörg Gísladóttir (Hvanneyri)|Ingibjörg Kristín Gísladóttir]] frá [[Hvanneyri]], húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, f. 11. apríl 1935, d. 4. janúar 2021.  


Börn Ingibjargar og Erlings:<br>
Börn Ingibjargar og Erlings:<br>

Útgáfa síðunnar 10. nóvember 2021 kl. 15:11

Ágúst Erlingsson.

Ágúst Erlingsson þungavinnuvélastjóri, slökkviliðsmaður fæddist 4. október 1954 og lést 25. september 2018 á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn.
Foreldrar hans voru Erling Adolf Ágústsson rafvirki, tónlistarmaður, f. 9. ágúst 1930 í Nýhöfn, d. 8. janúar 1999, og kona hans Ingibjörg Kristín Gísladóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, f. 11. apríl 1935, d. 4. janúar 2021.

Börn Ingibjargar og Erlings:
1. Gísli Erlingsson húsasmíðameistari, f. 31. október 1953 að Brekastíg 24. Kona hans Þuríður Bernódusdóttir.
2. Ágúst Erlingsson, síðar í Kaupmannahöfn, slökkviliðsmaður, f. 4. október 1954 í Eyjum, d. 25. september 2018. Kona hans Gitte Sörensen.
3. Sigurborg Erlingsdóttir býr í Indiana í Bandaríkjunum, skrifstofumaður, f. 4. mars 1958 í Eyjum. Maður hennar Robert Violette.

Ágúst var með foreldrum sínum í æsku og flutti með þeim átta ára til Keflavíkur og síðan í Ytri-Njarðvík.
Að lokinni skólagöngu hélt hann til Eyja, vann þar m.a. í Gosinu.
Þau Eygló giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Hann eignaðist barn með Karítas 1990.
Ágúst bjó á Brimhólabraut 35 1986. Hann flutti til Noregs og skömmu síðar til Danmerkur, giftist Gitte Sörensen. Þau bjuggu á Amager. Ágúst lést 2018.

I. Kona Ágústs, skildu, er Eygló Guðmundsdóttir frá Hákonarhúsi við Kirkjuveg 88, húsfreyja, f. 17. apríl 1956.
Börn þeirra:
1. Erling Adolf Ágústsson auglýsingasali í Reykjavík, f. 30. apríl 1974. Kona hans Hlín Elfa Birgisdóttir.
2. Halldóra Kristín Ágústsdóttir fasteignasali í Eyjum, f. 11. febrúar 1878. Maður hennar Sverrir Örn Sveinsson.

II. Barnsmóðir Ágústs er Karítas Jónsdóttir, f. 20. desember 1965.
Barn þeirra:
3. Þórir Arnar Ágústsson nemi í viðskiptafræði í Danmörku, f. 15. október 1990.

III. Síðari kona Ágústs er Gitte Sörensen, f. 11. júlí 1960.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.