Sigurborg Erlingsdóttir
Sigurborg Erlingsdóttir, húsfreyja, skrifstofumaður í Indiana í Bandaríkjunum, fæddist 4. mars 1958 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Erling Adolf Ágústsson rafvirki, tónlistarmaður, f. 9. ágúst 1930 í Nýhöfn, d. 8. janúar 1999, og kona hans Ingibjörg Kristín Gísladóttir frá Hvanneyri, húsfreyja, fiskverkakona, verslunarmaður, f. 11. apríl 1935, d. 4. janúar 2021.
Börn Ingibjargar og Erlings:
1. Gísli Erlingsson húsasmíðameistari, f. 31. október 1953 að Brekastíg 24. Kona hans Þuríður Bernódusdóttir.
2. Ágúst Erlingsson í Kaupmannahöfn, slökkviliðsmaður, f. 4. október 1954 í Eyjum, d. 25. september 2018. Kona hans Gitte Sörensen.
3. Sigurborg Erlingsdóttir býr í Indiana í Bandaríkjunum, skrifstofumaður, f. 4. mars 1958 í Eyjum. Maður hennar Robert Violette.
Þau Robert giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Maður Sigurborgar er Robert Violette fyrrv. flugvélstjóri í hernum.
Börn þeirra:
1. Kristofer Violette.
2. Jason Violette.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Gísli.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.