„Bjarni Eyjólfsson (verkstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Bjarni Eyjólfsson.JPG|200px|thumb|''Bjarni Eyjólfsson.]]
[[Mynd:Bjarni Eyjólfsson.JPG|100px|thumb|''Bjarni Eyjólfsson.]]
'''Bjarni Eyjólfsson''' verkstjóri, fæddist 2. nóvember 1904 og lést 30. janúar 1985.<br>
'''Bjarni Eyjólfsson''' verkstjóri, fæddist 2. nóvember 1904 og lést 30. janúar 1985.<br>
Faðir hans var Eyjólfur sjómaður í Skipagerði á Stokkseyri, f. 5. janúar 1869, d. 5. maí 1959, Bjarnason formanns í Símonarhúsum á Stokkseyri, f. 7. október 1835, d. 10. janúar 1914, Jónssonar bónda í Símonarhúsum, áður á Syðri-Sýrlæk í Flóa, f. 14. september 1792, d. 18. júlí 1864, Bjarnasonar, og konu Jóns, Kristínar húsfreyju, f. 13. desember 1794, d. 27. júní 1874, Jónsdóttur.<br>
Faðir hans var Eyjólfur sjómaður í Skipagerði á Stokkseyri, f. 5. janúar 1869, d. 5. maí 1959, Bjarnason formanns í Símonarhúsum á Stokkseyri, f. 7. október 1835, d. 10. janúar 1914, Jónssonar bónda í Símonarhúsum, áður á Syðri-Sýrlæk í Flóa, f. 14. september 1792, d. 18. júlí 1864, Bjarnasonar, og konu Jóns, Kristínar húsfreyju, f. 13. desember 1794, d. 27. júní 1874, Jónsdóttur.<br>

Útgáfa síðunnar 7. nóvember 2021 kl. 16:59

Bjarni Eyjólfsson.

Bjarni Eyjólfsson verkstjóri, fæddist 2. nóvember 1904 og lést 30. janúar 1985.
Faðir hans var Eyjólfur sjómaður í Skipagerði á Stokkseyri, f. 5. janúar 1869, d. 5. maí 1959, Bjarnason formanns í Símonarhúsum á Stokkseyri, f. 7. október 1835, d. 10. janúar 1914, Jónssonar bónda í Símonarhúsum, áður á Syðri-Sýrlæk í Flóa, f. 14. september 1792, d. 18. júlí 1864, Bjarnasonar, og konu Jóns, Kristínar húsfreyju, f. 13. desember 1794, d. 27. júní 1874, Jónsdóttur.
Móðir Eyjólfs í Skipagerði og kona Bjarna í Símonarhúsum var Þórdís húsfreyja, f. 10. mars 1835, d. 8. maí 1907, Eyjólfsdóttir bónda í Eystra-Íragerði á Stokkseyri, f. 1793, d. 30. mars 1852, Pálssonar, og konu Eyjólfs, Þóru húsfreyju, f. 1793, d. 8. maí 1868 í Eystra-Íragerði, Sigurðardóttur.

Hjónin Bjarni Eyjólfsson og Guðrún Guðjónsdóttir.
Húsið að Austurvegi 16.

Móðir Bjarna Eyjólfssonar og fyrri kona Eyjólfs í Skipagerði var Guðný húsfreyja, f. 1878, d. 8. maí 1907, Guðmundsdóttir bónda og smiðs í Útverkum á Skeiðum, en reisti býlið Stardal á Stokkseyri 1888, f. 30. ágúst 1835, d. 29. desember 1910, Bjarnasonar bónda í Norðurgarði á Skeiðum, f. 1. mars 1802, d. 7. ágúst 1875, Hallssonar, og konu Bjarna í Norðurgarði, Guðnýjar húsfreyju, f. 24. október 1808, d. 29. desmber 1873, Lafransdóttur.
Móðir Guðnýjar í Skipagerði og kona Guðmundar í Stardal var Gjaflaug (líka Gæflaug) húsfreyja í Stardal, f. 1. nóvember 1834, d. 8. ágúst 1914, Þórðardóttir bónda í Eyði-Sandvík í Kaldaðarnessókn 1835, f. 2. maí 1791, d. 31. mars 1866, Oddssonar og konu Þórðar Oddssonar, Þorbjargar húsfreyju, f. 1793, d. 27. júlí 1843, Eyjólfsdóttur.

Bjarni missti móður sína, er hann var á þriðja árinu. Hann var með föður sínum, bústýru hans og dóttur þeirra í Skipagerði 1910.
Hann hóf snemma sjómennsku úr Þorlákshöfn, fluttist til Eyja um tvítugt, en hafði dvalið þar unglingur hjá Sigurði í Nýborg og Guðrúnu á Sveinsstöðum.
Hann stundaði sjómennsku í fyrstu í Eyjum, en varð bifreiðarstjóri hjá bæjarfélaginu í Eyjum, en síðan verkstjóri þar um árabil.
Bjarni var sérlega listfengur, smiður ágætur og tónelskur eins og ættingjar hans í Flóanum.
Þau Guðrún giftu sig 1925, eignuðust tvö börn og hjá þeim ólst upp Elín dóttir Guðrúnar. Þau bjuggu í Sigtúni, Háagarði og Ingólfshvoli. Þau byggðu húsið að Austurvegi 16, fluttu í það 1945 og bjuggu þar fram að Gosi. Eftir Gos bjuggu þau í húsi Guðnýjar dóttur sinnar við Túngötu 18.

Kona Bjarna Eyjólfssonar, (5. desember 1925), var Guðrún Guðjónsdóttir húsfreyja frá Sigtúni, f. 10. ágúst 1898, d. 16. ágúst 1983.
Börn Bjarna og Guðrúnar:
1. Bjarni Guðjón Bjarnason bryti, f. 3. janúar 1926, d. 12. apríl 2015. Hann bjó síðast í Hafnarfirði. Kona hans var Anna Kristjánsdóttir húsfreyja.
2. Guðný Bjarnadóttir húsfreyja á Dalhrauni, sjúkrahússtarfsmaður, f. 25. apríl 1931, d. 27. ágúst 2017. Maður hennar var Leifur Ársælsson útgerðarmaður, f. 10. júlí 1931, d. 16. september 2017.
3. Barn Guðrúnar og uppeldisbarn Bjarna var Elín Loftsdóttir húsfreyja, f. 5. mars 1922, d. 22. janúar 2005, dóttir Lofts Ólafssonar vélstjóra í Reykjavík, f. 24. apríl 1902, d. 23. júní 1966. Maður Elínar var Gísli Engilbertsson málarameistari, f. 28. apríl 1919, d. 2. mars 2002.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Heimaslóð.
  • Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 16. febrúar 1985. Minning.
  • Íslendingabók.is.
  • Garður.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.