„Guðrún Runólfsdóttir (Brekku)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Guðrún Runólfsdóttir''' húsfreyja á Brekku fæddist 27. ágúst 1911 á Ljósalandi í Vopnafirði og lést 27. september 1992.<br> Foreldrar hennar voru Runólfu...)
 
m (Verndaði „Guðrún Runólfsdóttir (Brekku)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 26. september 2021 kl. 15:53

Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja á Brekku fæddist 27. ágúst 1911 á Ljósalandi í Vopnafirði og lést 27. september 1992.
Foreldrar hennar voru Runólfur Guðmundsson frá Lýtingsstöðum í Holtahreppi, Rang., bóndi í Vöðlakoti í Flóa, en vinnumaður á Ljósalandi við fæðingu Guðrúnar, f. 5. mars 1869, d. 2. mars 1948 og síðari kona hans Þórey Eyjólfsdóttir, þá vinnukona á Ljósalandi, f. 3. mars 1888, d. 12. ágúst 1972.
Fósturforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Eyjólfur Eyjólfsson á Hausastöðum á Álftanesi og kona hans Þorgerður Halldórsdóttir.

Guðrún var fósturbarn hjá móðurforeldrum sínum á Hausastöðum í Garðahreppi frá 1914, var vinnukona hjá Valgeiri móðurbróður sínum á Hausastöðum 1926, vinnukona í Gerðum III í Garði 1930, húsfreyja á Brekku 1949, síðast í Reykjavík.

I. Maður Guðrúnar var Guðmundur Stefánsson sjómaður, verkamaður frá Ási og Sigríðarstöðum, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.