Guðrún Runólfsdóttir (Brekku)
Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja á Brekku fæddist 27. ágúst 1911 á Ljósalandi í Vopnafirði og lést 27. september 1992.
Foreldrar hennar voru Runólfur Guðmundsson frá Lýtingsstöðum í Holtahreppi, Rang., bóndi í Vöðlakoti í Flóa, en vinnumaður á Ljósalandi við fæðingu Guðrúnar, f. 5. mars 1869, d. 2. mars 1948 og síðari kona hans Þórey Eyjólfsdóttir, þá vinnukona á Ljósalandi, f. 3. mars 1888, d. 12. ágúst 1972.
Fósturforeldrar hennar voru móðurforeldrar hennar Eyjólfur Eyjólfsson á Hausastöðum á Álftanesi og kona hans Þorgerður Halldórsdóttir.
Guðrún var fósturbarn hjá móðurforeldrum sínum á Hausastöðum í Garðahreppi frá 1914, var vinnukona hjá Valgeiri móðurbróður sínum á Hausastöðum 1926, vinnukona í Gerðum III í Garði 1930, húsfreyja á Brekku 1949, síðast í Reykjavík.
I. Maður Guðrúnar var Guðmundur Stefánsson sjómaður, verkamaður frá Ási og Sigríðarstöðum, f. 20. júní 1905, d. 31. ágúst 1980.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.