„Þorsteinn Ólason (sjómaður)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Þorsteinn Ólason''' frá Þórshöfn, sjómaður fæddist 5. júlí 1961 að Syðri-Brekkum við Þórshöfn á Langanesi.<br> Foreldrar hans eru Óli Ægir Þorsteinsson frá Sk...) |
m (Verndaði „Þorsteinn Ólason (sjómaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 28. október 2020 kl. 20:05
Þorsteinn Ólason frá Þórshöfn, sjómaður fæddist 5. júlí 1961 að Syðri-Brekkum við Þórshöfn á Langanesi.
Foreldrar hans eru Óli Ægir Þorsteinsson frá Skálum á Langanesi, sjómaður, útgerðarmaður á Þórshöfn, f. 1. desember 1941 í Skoruvík þar, og kona hans Dýrleif Kristjánsdóttir frá Syðri-Brekkum, húsfreyja, f. þar 20. október 1941.
Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf að sækja vertíð í Eyjum 1982.
Þau Guðríður giftu sig 2002, hafa ekki eignast börn saman. Þau bjuggu á Brimhólabraut 31 í fyrstu, en búa síðan á Höfðavegi 55.
I. Kona Þorsteins, (15. júní 2002), er Guðríður Jónsdóttir frá Miðey, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi, f. 20. mars 1958.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.