„Þorsteinn Ólason (sjómaður)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þorsteinn Ólason''' frá Þórshöfn, sjómaður fæddist 5. júlí 1961 að Syðri-Brekkum við Þórshöfn á Langanesi.<br> Foreldrar hans eru Óli Ægir Þorsteinsson frá Sk...)
 
m (Verndaði „Þorsteinn Ólason (sjómaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 28. október 2020 kl. 20:05

Þorsteinn Ólason frá Þórshöfn, sjómaður fæddist 5. júlí 1961 að Syðri-Brekkum við Þórshöfn á Langanesi.
Foreldrar hans eru Óli Ægir Þorsteinsson frá Skálum á Langanesi, sjómaður, útgerðarmaður á Þórshöfn, f. 1. desember 1941 í Skoruvík þar, og kona hans Dýrleif Kristjánsdóttir frá Syðri-Brekkum, húsfreyja, f. þar 20. október 1941.

Þorsteinn var með foreldrum sínum í æsku.
Hann hóf að sækja vertíð í Eyjum 1982.
Þau Guðríður giftu sig 2002, hafa ekki eignast börn saman. Þau bjuggu á Brimhólabraut 31 í fyrstu, en búa síðan á Höfðavegi 55.

I. Kona Þorsteins, (15. júní 2002), er Guðríður Jónsdóttir frá Miðey, húsfreyja, starfsmaður leikskóla, stuðningsfulltrúi, f. 20. mars 1958.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.