„Einar Einarsson (Staðarfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Einar Einarsson''' frá Staðarfelli, húsasmiður fæddist þar 23. júlí 1924 og lést 5. janúar 2008.<br> Foreldrar hans voru Einar Sæmundsson (Staðarfelli)|Einar Sæ...)
 
m (Verndaði „Einar Einarsson (Staðarfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. júní 2020 kl. 20:05

Einar Einarsson frá Staðarfelli, húsasmiður fæddist þar 23. júlí 1924 og lést 5. janúar 2008.
Foreldrar hans voru Einar Sæmundsson húsasmíðameistari, f. 9. desember 1884, d. 14. desember 1974, og kona hans Elín Björg Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1894, d. 10. september 1973.

Börn Elínar og Einars:
1. Guðrún Ágústa Einarsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 11. ágúst 1917, d. 15. júní 1939.
2. Sæmundur Einarsson sjómaður, síðast í Reykjavík, fóstraður á Hofi VII í A-Skaft, f. 27. apríl 1919, d. 8. september 2003.
3. Soffía Einarsdóttir yngri, húsfreyja, f. 13. janúar 1921 á Staðarfelli, bjó í Reykjavík, d. 1. janúar 2000.
4. Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1922 á Staðarfelli, síðast í Reykjavík, d. 9. júní 1989.
5. Óskar Einarsson vélstjóri, sendibílstjóri, f. 12. júlí 1923.
6. Einar Einarsson húsasmiður, f. 23. júlí 1924 á Staðarfelli, d. 5. janúar 2008.
7. Halldór Þorsteinn Einarsson netamaður, vélstjóri, f. 26. febrúar 1926, d. 6. mars 1951, tók út af mb. Sæfara.

Einar var með foreldrum sínum í æsku og til fullorðinsára.
Hann var gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1941, lærði húsasmíði hjá föður sínum og vann við þá iðn sína í Eyjum.
Einar fluttist til Reykjavíkur, vann um skeið á Fáskrúðsfirði og í Sandgerði. Hann bjó síðast í Skipholti 21 og lést 2008, ókvæntur.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.