„Sæmundur Einarsson (Staðarfelli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Sæmundur Einarsson. '''Sæmundur Einarsson''' frá Staðarfelli, sjómaður fæddist þar 27. apríl 1919 og lést 8. september 200...)
 
m (Verndaði „Sæmundur Einarsson (Staðarfelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. júní 2020 kl. 18:13

Sæmundur Einarsson.

Sæmundur Einarsson frá Staðarfelli, sjómaður fæddist þar 27. apríl 1919 og lést 8. september 2003.
Foreldrar hans voru Einar Sæmundsson húsasmíðameistari, f. 9. desmeber 1884, d. 14. desember 1974, og kona hans Elín Björg Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 29. ágúst 1894, d. 10. september 1973.

Börn Elínar og Einars:
1. Guðrún Ágústa Einarsdóttir húsfreyja, síðast í Reykjavík, f. 11. ágúst 1917, d. 15. júní 1939.
2. Sæmundur Einarsson sjómaður, síðast í Reykjavík, fóstraður á Hofi VII í A-Skaft, f. 27. apríl 1919, d. 8. september 2003.
3. Soffía Einarsdóttir yngri, húsfreyja, f. 13. janúar 1921 á Staðarfelli, bjó í Reykjavík, d. 1. janúar 2000.
4. Sigríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1922 á Staðarfelli, síðast í Reykjavík, d. 9. júní 1989.
5. Óskar Einarsson vélstjóri, sendibílstjóri, f. 12. júlí 1923.
6. Einar Einarsson húsasmiður, f. 23. júlí 1924 á Staðarfelli, d. 5. janúar 2008.
7. Halldór Þorsteinn Einarsson netamaður, vélstjóri, f. 26. febrúar 1926, d. 6. mars 1951, tók út af mb. Sæfara.

Sæmundur var með foreldrum sínum fyrstu árin. Hann var tökubarn á Hofi VII í Öræfum hjá Þorsteini Gissurarsyni og Sigrúnu Jónsdóttur 1929-1932, vinnumaður þar 1933-1935, en var kominn til foreldra sinna á Staðarfelli 1936.
Sæmundur aflaði sér skipstjórnarréttinda og einnig vélstjórnaréttinda og stundaði lengi sjómennsku, bæði á fiskibátum og togurum, m.a. á bæjartogaranum Elliðaey, en gerði einnig út um skeið.
Hann var sjómaður á Staðarfelli 1940 og 1945 og í Vestra-Stakkagerði hjá Sigríði systur sinni 1949.
Sæmundur bjó í Reykjavík síðari hluta ævinnar. Hann lést 2003, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.