„Helgi Þorkelsson (vélstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Helgi Þorkelsson. '''Helgi Þorkelsson''' frá Markarskarði í Hvolhreppi, vélstjóri, verkstjóri fæddist þar 17. sept...)
 
m (Verndaði „Helgi Þorkelsson (vélstjóri)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 17. febrúar 2020 kl. 17:09

Helgi Þorkelsson.

Helgi Þorkelsson frá Markarskarði í Hvolhreppi, vélstjóri, verkstjóri fæddist þar 17. september 1920 og lést 4. mars 2014 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Þorkell Guðmundsson bóndi í Markarskarði í Hvolhreppi, Rang., síðar verkamaður í Eyjum, f. 17. maí 1876, d. 17. janúar 1952, og kona hans Guðrún Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1882, d. 24. júní 1921.

Börn Þorkels og Guðrúnar:
1. Kjartan Þorkelsson, f. 12. nóvember 1911, d. 8. janúar 1912.
2. Anna Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. nóvember 1912, d. 25. janúar 1996. Maður hennar Sigurjón Sigurðsson.
3. Þuríður Sesselja Þorkelsdóttir húsfreyja, saumakona á Selfossi, f. 10. janúar 1914, d. 4. ágúst 2009. Fyrri maður hennar Hjörtur Jónsson. Sambýlismaður hennar var Svavmundur Sigurjón Jónsson.
4. Magnús Karl Óskar Þorkelsson, síðast í Hvolhreppi, f. 31. janúar 1915, d. 26. október 1993.
5. Soffías Ingimundur Þorkelsson vélvirki, f. 23. janúar 1916, d. 5. maí 2006. Kona hans Elín Sigurðardóttir.
6. Guðríður Þorkelsdóttir, síðast á Selfossi, f. 2. apríl 1917, d. 15. nóvember 1998. Maður hennar Bergsteinn Halldórsson.
7. Ólafur Þorkelsson bifvélavirki á Hellu, síðar í Reykjavík, fóstraður á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 7. ágúst 1918, d. 13. júlí 2011. Kona hans Anna Lísa Jóhannesdóttir.
8. Elín Þorkelsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Noregi, fóstruð í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, f. 25. september 1919, d. 29. janúar 2016. Maður Helge Leonhard Johansen.
9. Helgi Þorkelsson rennismiður í Eyjum, vélstjóri, verkstjóri í Garðabæ, f. 17. september 1920, d. 4. mars 2014. Kona hans Hulda Haraldsdóttir.

Móðir Helga lést, er hann var á fyrsta ári sínu. Hann var með föður sínum í Markarskarði í lok árs 1921 og 1922, með honum og Önnu stjúpu sinni 1923-1926, með þeim í Vatnsdal í Fljótshlíð 1926, meðföður sínum á Tumastöðum 1928, tökubarn á Torfastöðum 1929.
Hann var með föður sínum og Önnu systur sinni í Sjólyst 1930, en dvaldi ekki lengur.
Helgi stundaði nám í rennismíði í Magna hf. í Vestmanneyjum árin 1944-48 og bjó þá hjá Önnu systur sinni í Ártúni. Árið 1951 lauk hann vélskólaprófi. Hann var á Vestmannaeyjatogara um tíma, var síðan vélstjóri hjá Jöklum hf. 1953-60. Helgi var vélstjóri á Drangajökli þegar hann sökk í Pentlandsfirði 29. júní 1960.
Hann hóf störf í landi hjá vélaverkstæði Bæjarútgerðar Reykjavíkur og vann þar, lengst sem yfirverkstjóri, en af og til sem eftirlitsmaður með skipum fyrirtækisins. Eftir það vann hann hjá Landsvirkjun við Búrfells- og Írafossvirkjanir til starfsloka.
Þau Hulda giftu sig 1955, eignuðust fimm börn. Þau byggðu hús við Garðaflöt 13 í Garðabæ og bjuggu þar frá 1964.
Hulda lést 1993 og Helgi 2014.

I. Kona Helga, (23. júlí 1955), var Hulda Haraldsdóttir húsfreyja, f. 28. júní 1927 í Reykjavík, d. 1. desember 1993. Foreldrar hennar voru Haraldur Ólafsson frá Ketilseyri í Dýrafirði, skipstjóri, f. 2. desember 1895, d. 8. maí 1978, og kona hans Ásta Smith Ólafsson Kristinsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1899, d. 21. mars 1979.
Börn þeirra:
1. Ásta Helgadóttir húsfreyja, dagmóðir, f. 4. júní 1956.
2. Haraldur Helgason málmiðnaðarmaður, f. 23. október 1957. Kona hans Valgerður Hannesdóttir.
3. Ólafur Þorkell Helgason matreiðslumaður, f. 30. desember 1959. Kona hans Svandís Torfadóttir.
4. Guðrún Helgadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. apríl 1961. Maður hennar Geir Gígja.
5. Andri Már Helgason málmiðnaðarmaður, f. 29. desember 1967. Kona hans Margrét Huld Guðmundsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.