Anna Þorkelsdóttir (Ártúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Anna Þorkelsdóttir frá Markarskarði í Hvolhreppi, húsfreyja fæddist þar 14. nóvember 1912, d. 25. janúar 1996.
Foreldrar hennar voru Þorkell Guðmundsson bóndi í Markarskarði í Hvolhreppi, Rang., síðar verkamaður í Eyjum, f. 17. maí 1876, d. 17. janúar 1952, og kona hans Guðrún Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 21. maí 1882, d. 24. júní 1921.

Börn Þorkels og Guðrúnar:
1. Kjartan Þorkelsson, f. 12. nóvember 1911, d. 8. janúar 1912.
2. Anna Guðrún Þorkelsdóttir húsfreyja í Eyjum, f. 14. nóvember 1912, d. 25. janúar 1996. Maður hennar Sigurjón Sigurðsson.
3. Þuríður Sesselja Þorkelsdóttir húsfreyja, saumakona á Selfossi, f. 10. janúar 1914, d. 4. ágúst 2009. Fyrri maður hennar Hjörtur Jónsson. Sambýlismaður hennar var Svavmundur Sigurjón Jónsson.
4. Magnús Karl Óskar Þorkelsson, síðast í Hvolhreppi, f. 31. janúar 1915, d. 26. október 1993.
5. Soffías Ingimundur Þorkelsson vélvirki, f. 23. janúar 1916, d. 5. maí 2006. Kona hans Elín Sigurðardóttir.
6. Guðríður Þorkelsdóttir, síðast á Selfossi, f. 2. apríl 1917, d. 15. nóvember 1998. Maður hennar Bergsteinn Halldórsson.
7. Ólafur Þorkelsson bifvélavirki á Hellu, síðar í Reykjavík, fóstraður á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum, f. 7. ágúst 1918, d. 13. júlí 2011. Kona hans Anna Lísa Jóhannesdóttir.
8. Elín Þorkelsdóttir húsfreyja í Reykjavík og Noregi, fóstruð í Nikulásarhúsi í Fljótshlíð, f. 25. september 1919, d. 29. janúar 2016. Maður Helge Leonhard Johansen.
9. Helgi Þorkelsson rennismiður í Eyjum, vélstjóri, verkstjóri í Garðabæ, f. 17. september 1920, d. 4. mars 2014. Kona hans Hulda Haraldsdóttir.

Anna var með foreldrum sínum í fyrstu, en móðir hennar dó, er Anna var á níunda árinu. Hún var með föður sínum og Önnu stjúpu sinni til 1926, var þá tökubarn í Vestari-Garðsauka, en vinnukona þar 1927-1929.
Hún fluttist til Eyja með föður sínum og Helga bróður sínum 1930 og þau bjuggu í Sjólyst 1930 og 1931.
Þau Sigurjón giftu sig 1932, eignuðust fjögur börn, en misstu eitt þeirra nýfætt. Þau bjuggu í Landakoti i byrjun, á Jaðri 1934-1936, aftur í Landakoti 1936-1939, en í Ártún 1940 til 1952, er þau fluttu á Vallargötu 18 1972 og bjuggu þar síðan.
Guðrún Anna lést 1996 og Sigurjón 1997.

I. Maður Guðrúnar Önnu, (17. desember 1932), var Sigurjón Sigurðsson bifreiðastjóri frá Fagurhól, f. 7. desember 1909, d. 9. ágúst 1997.
Börn þeirra:
1. Ögmundur Viktor Sigurjónson lyftaramaður í Fiskimjölsverksmiðjunni, f. 28. nóvember 1935 á Jaðri við Vestmannabraut 6.
2. Þorkell Rúnar Sigurjónsson, f. 15. september 1940 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 27. september 1940.
3. Þorkell Rúnar Sigurjónsson húsasmíðameistari, f. 28. október 1942 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 20. janúar 2017.
4. Sigríður Þóranna Sigurjónsdóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1944 í Ártúni við Vesturveg 20, d. 13. nóvember 1964.
Fóstursonur þeirra var sonur Þórönnu og Björns Karlssonar læknis:
5. Karl Björnsson læknir, f. 30. september 1962 á Vallargötu 18.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.