„Oddný Hansína Runólfsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Oddný Hansína Runólfsdóttir. '''Oddný Hansína Runólfsdóttir''' matráðskona fæddist 21. júní 1916 á Seyðisfirði og lé...)
 
m (Verndaði „Oddný Hansína Runólfsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 21. janúar 2020 kl. 17:56

Oddný Hansína Runólfsdóttir.

Oddný Hansína Runólfsdóttir matráðskona fæddist 21. júní 1916 á Seyðisfirði og lést 14. apríl 2005.
Foreldrar hennar voru Runólfur Sigfússon vélstjóri, skipstjóri, f. 16. febrúar 1893 á Stóru-Breiðavík í S.-Múl., d. 15. september 1936, og kona hans Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1890 á Seyðisfirði, d. 12. mars 1979.

Börn Runólfs og Friðrikku Ingibjargar:
1. Oddný Hansína Runólfsdóttir matráðskona, f. 21. júní 1916, síðast í Reykjavík, d. 14. apríl 2005.
2. Einar Runólfsson vélstjóri, skipstjóri, f. 25. desember 1918.
3. Sigfríður Runólfsdóttir, f. 8. mars 1920, d. 12. nóvember 2017.
4. Gústaf Runólfsson vélstjóri, f. 26. maí 1922, drukknaði 7. janúar 1950.
5. Dagmar Runólfsdóttir, f. 4. nóvember 1926. Hún fór til Ameríku.
6. Sævaldur Runólfsson stýrimaður, vélstjóri, f. 10. ágúst 1930.
Börn Friðrikku Ingibjargar af fyrra hjónabandi hennar:
7. Friðrik Vigfús Ágústsson, f. 26. mars 1910, d. 17. júlí 1912.
8. Haraldur Ágústsson, f. 14. janúar 1912, d. 29. september 1914.

Oddný var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim frá Seyðisfirði til Eyja 1924 og bjó hjá þeim í Breiðavík, á Sæbóli, og í Fagurlyst 1940 með ekkjunni móður sinni.
Hún fluttist til Reykjavíkur um 1940, var þar ,,í vist“ og vann í prentsmiðjunni Gutenberg .
Þau Joseph Edward eignuðust Friðrik 1949 í Reykjavík.
Oddný flutti til Eyja um 1954, var matráðskona á Sjúkrahúsinu í 18 ár. Hún bjó á Miðstræti 14, á Fífilgötu 2 og í Hásteinsblokkinni ásamt Friðriki syni sínum og Friðrikku móður sinni.
Hún flutti til Reykjavíkur í Gosinu og bjó m.a. í Kópavogi og við Kleppsveg og á Gaukshólum, dvaldi að síðustu á Vífilsstöðum og lést þar 2005.

I. Barnsfaðir Oddnýjar og unnusti var Joseph Edward Signorelli matsveinn frá New York, f. 26. maí 1923.
Barn þeirra:
1. Friðrik Jósefsson, f. 30. júlí 1949 á Aðalbóli við Þormóðsstaði í Reykjavík. Kona hans Kristín Árdal.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.